Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1953, Side 58

Náttúrufræðingurinn - 1953, Side 58
50 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN háskólalóðinni og víðar í Reykjavík. Piparrótin hefur líka lengi vax- ið í Reykjakoti í Ölfusi. Ikornabyggið hefur einnig fundizt í Gunn- arsholti; steinasmáramir á Sámsstöðum. IV. Velrarblómgun jurta 1952/53. Veður var rakt og hlýtt 8.—20. nóvember. Ýmsar jurtir stóðu þá enn í blómi, og voru blóm stöðugt að springa út. Sá ég 46 tegundir í blómi í Reykjavík 14.—20. nóvember; 12 villijurtir og 34 garða- blóm. Túnfíflar voru víða að springa út. Ennfremur haugarfi, hjart- arfi, krossfífill og varpasveifgras; og einstaka sóley, njóli, baldurs- brá, gullbrá, vallarfoxgras, rýgresi og axhnoðapunktur. Hvarvetna í görðum voru stjúpublóm, morgunfrúr, dvergfíflar (bellis), ljóns- munnar, gulltoppar og ilmskúfar (levkoj) í blómi. Færra var blómg- andi hjá hinum 28 tegundunum. 17. nóvember sprakk út stór gul rós í garði við Hringbraut 78. Rlómknappar sáust enn á skúfrósum og gömul blóm ekki öll fallin. SólbruSur (Sineraria) byrjaði að blómgast úti í garði um vetur- nætur og var flutt inn í fullum blóma 16. nóvember. Garðar grænk- uðu af arfa. „Líftréð1* bak við stjómarráðið o. fl. víðihríslur stóðu enn með dálitlu laufi. Man ég ekki eftir þvílíku vetrarblómgunar- skrúði nema árið 1945. Þá blómguðust rúmlega 40 tegundir jurta í Reykjavík fram að 24. nóvember (sbr. Náttúrufræðinginn 1946). Frostakafla gerði 21. og 28. nóvember. Þann 29/11 hlýnaði að nýju. Var veður rakt og kyrrt. 1. desember voru borðuð fersk jarSarber úr vermireit á Húsavík. Einstaka sóleyjar sáust þá í blómi bæði nyrðra og úti á Seltjamarnesi. 4. desember blómguðust rósir í garði á Siglu- firði. 9. desember sáust allmargir túnfíflar, krossfíflar og stjúpur enn í blómi; allt nýútsprungið. Ennfremur fáeinir dvergfíflar, ilmskúf- ur, næturfjóla, völskueyra, gulltoppur og grænkál. Garðar grænkuðu enn af haugarfa, sem stóð með fjölda blómhnappa. Smáralauf var iðgrænt og súrblöðkur uxu. 11. desember gerði frost að nýju, en í janúar kom enn hlýviðri. 11. janúar voru levkoj og primúla í blómi í garði við Ásvallagötu 52 í Reykjavík, og 20. janúar vom prímúla og sifjarlykill í blómi í garðinum við Tjamargötu 14.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.