Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1953, Qupperneq 58

Náttúrufræðingurinn - 1953, Qupperneq 58
50 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN háskólalóðinni og víðar í Reykjavík. Piparrótin hefur líka lengi vax- ið í Reykjakoti í Ölfusi. Ikornabyggið hefur einnig fundizt í Gunn- arsholti; steinasmáramir á Sámsstöðum. IV. Velrarblómgun jurta 1952/53. Veður var rakt og hlýtt 8.—20. nóvember. Ýmsar jurtir stóðu þá enn í blómi, og voru blóm stöðugt að springa út. Sá ég 46 tegundir í blómi í Reykjavík 14.—20. nóvember; 12 villijurtir og 34 garða- blóm. Túnfíflar voru víða að springa út. Ennfremur haugarfi, hjart- arfi, krossfífill og varpasveifgras; og einstaka sóley, njóli, baldurs- brá, gullbrá, vallarfoxgras, rýgresi og axhnoðapunktur. Hvarvetna í görðum voru stjúpublóm, morgunfrúr, dvergfíflar (bellis), ljóns- munnar, gulltoppar og ilmskúfar (levkoj) í blómi. Færra var blómg- andi hjá hinum 28 tegundunum. 17. nóvember sprakk út stór gul rós í garði við Hringbraut 78. Rlómknappar sáust enn á skúfrósum og gömul blóm ekki öll fallin. SólbruSur (Sineraria) byrjaði að blómgast úti í garði um vetur- nætur og var flutt inn í fullum blóma 16. nóvember. Garðar grænk- uðu af arfa. „Líftréð1* bak við stjómarráðið o. fl. víðihríslur stóðu enn með dálitlu laufi. Man ég ekki eftir þvílíku vetrarblómgunar- skrúði nema árið 1945. Þá blómguðust rúmlega 40 tegundir jurta í Reykjavík fram að 24. nóvember (sbr. Náttúrufræðinginn 1946). Frostakafla gerði 21. og 28. nóvember. Þann 29/11 hlýnaði að nýju. Var veður rakt og kyrrt. 1. desember voru borðuð fersk jarSarber úr vermireit á Húsavík. Einstaka sóleyjar sáust þá í blómi bæði nyrðra og úti á Seltjamarnesi. 4. desember blómguðust rósir í garði á Siglu- firði. 9. desember sáust allmargir túnfíflar, krossfíflar og stjúpur enn í blómi; allt nýútsprungið. Ennfremur fáeinir dvergfíflar, ilmskúf- ur, næturfjóla, völskueyra, gulltoppur og grænkál. Garðar grænkuðu enn af haugarfa, sem stóð með fjölda blómhnappa. Smáralauf var iðgrænt og súrblöðkur uxu. 11. desember gerði frost að nýju, en í janúar kom enn hlýviðri. 11. janúar voru levkoj og primúla í blómi í garði við Ásvallagötu 52 í Reykjavík, og 20. janúar vom prímúla og sifjarlykill í blómi í garðinum við Tjamargötu 14.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.