Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1953, Side 69

Náttúrufræðingurinn - 1953, Side 69
SILUNGUR í GJÁNtJPSVATNI 61 ekki von á verulegu dýralífi í vatni, sem lokað er af jökli, fór ég að athuga þetta nánar. Kom þá i ljós, að þarna voru silungsseiði á sveimi, og virtust þau una sér hið bezta. Ég gizka á, að ég hafi séð þar 40—50 seiði. Hin stærstu voru 5—6 cm á lengd, en hin minnstu varla meira en 3-—4 cm. Ekki er nokkrum efa bundið, að þarna var um silung að ræða. Til þess að komast i Gjánúpsvatn hefur silungurinn orðið að fara langa leið, líklega 3—4 km, undir jökli. Er þá annaðhvort, að seiðin sjálf hafa farið það, eða, að fullorðinn silungur hefur komizt í vatnið og hrygnt þar. Ég sá seiði aðeins í syðra vatninu. Yfirleitt mun vera talið, að silungur gangi ekki í ofanverð Horna- fjarðarfljót. 1 þessu sambandi má geta þess, að í nýjustu og fullkomn- ustu handbók í jöklafræði, eftir R. von Klebelsberg í Innsbruck: Hand- buch der Gletscherkunde und Glazialgeologie (Wien 1948), er full- yrt, að fiskur haldi sig ekki í námunda við jökla. I ritinu segir (Bd. I, bls. 235): „Fische hingegen beginnen erst in viele Kilometer weitem Abstand von den Gletschertoren aufzutreten". SUMMARY Last summer the author observed several small trouts in the ice-dammed lake Gjánúpsvatn at the E. margin of Hoffellsjökull. Ritstjórarabb Með þessum árgangi flyzt prentun Náttúrufræðingsins úr Hóla- prentsmiðju í prentsmiðjuna Leiftur. Voru þessi prentsmiðjuskipti ákveðin af meiri hluta félagsstjórnar á fundi þ. 29. janúar. Um leið og ég læt í ljós von um góða samvinnu við Leiftur, vil ég þakka prentsmiðjustjóra Hólaprents, Hafsteini Guðmundssyni, og starfs- mönnum þeirrar prentsmiðju, ágæt vinnubrögð og einstaka samvinnu- lipurð þau ár, sem prentun Náttúrufræðingsins hefur verið í þeirra höndum. Mæli ég hér einnig fyrir munn þeirra annarra ritstjóra Náttúrufræðingsins, sem við Hólaprent hafa átt skipti. Þegar bóka- flóð tók að færast í vöxt á uppgripaárum annarrar heimsstyrjaldar- innar, þótti prentsmiðjum lítill slægur í að prenta rit sem Náttúru- fræðinginn, og leit svo út um tima, að engin prentsmiðja fengist til

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.