Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 4
114
NÁTTtJRUFRÆÐINGURINN
l.mynd. Landbrotshólar. Loítmynd. — The Landbrotshólar. Aerial photo.
Ljósm. Jón Jónsson.
venjulegir eldgígir, en aðrir hafa enga gíglögun, heldur eru meira
eða minna strýtumyndaðar gjallhrúgur. Þegar farið er um þetta
afar sérkennilega landslag, er ekki unnt að sjá neina röð eða
reglu í legu hólanna. Séð úr lofti úr nokkurri hæð, kemur þó í Ijós,
að þessu er ekki þannig farið. Hólar og hólaþyrpingar liggja í sjálfu
sér i röðum, sem mynda nálægt því rétt horn við hraunröndina á
hverjum stað. Þetta sýnir, að um venjulegan hraunstraum hefur ver-
ið að ræða. Hólarnir eru engir gígir, heldur aðeins gervigígir, mynd-
aðir í hrauninu sjálfu. Hólaraðirnar segja til um stefnu hraun-
straumsins. 1 þessu sambandi má einnig geta um, að sums staðar,
einkum vestan til í Landbroti, má sjá langar og lágar, nokkuð
óreglulegar, bogadregnar öldur, sem mynda nokkurn veginn rétt hom
við hólaraðirnar. Ég hygg, að þær séu fornir straumgárar, svigður
(Strömungsbögen) á hrauninu.
Gervigígir myndast, þar sem hraun rennur yfir votlendi, og Þor-
valdur Thoroddsen gefur þá skýringu á myndun Landbrotshólanna.
Dr. Sigurður Þórarinsson hefur nýlega ritað rækilega um þess