Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1954, Qupperneq 7

Náttúrufræðingurinn - 1954, Qupperneq 7
MÓBERGSMYNDUN 1 LANDBROTI 117 3. mynd. Sideromelankorn með rönd af gel-palagoniti og fibro-palagoniti. Flaghóll. Stækkað 120 sinnum. — Sideromelan-grains wiíh borders of gel-palagonit and fibro- palagonit. Flaghóll. Enlarged 120 X . — Ljósm. Jón Jónsson. er eins og kunnugt er ein aðaluppistaSa móbergsins. Brúnleitt gler er ákaflega útbreitt á Islandi, og má heita, að það sé alls staðar í lausum jarðlögum. I sandi, sem ég hef athugað úr Hornafirði, er allt að 30% brúnt gler. í söndum móbergssvæðisins, t. d. ó Mýrdalssandi, er miklu meira af því. Sideromelan myndbreytist auðveldlega, og myndast þá hið svokall- aða palagonit, en það hefur gefið móbergsmynduninni hið fræðilega nafn hennar, palagonitformation. Raunar er um tvenns konar efni að ræða, gel-palagonit og fibro-palagonit, hið síðarnefnda hefur tvöfalt ljósbrot. Palagónítið virðist vera ákveðið stig myndbreytingar, en henni lýkur að þvi er virðist með myndun zeolita (geislasteina). Um glerið i Flaghól er það að segja, að sideromelan-kornin liafa um sig rönd af palagoníti af hinum tveimur óðurnefndu tegundum (gel- og fibro-palagonit, 3. og 4. mynd). Að því er virðist, er það aðallega palagonítið, sem heldur berginu saman og gerir það að fastri steypu. Blöðrur í glerinu eru oftast nær fylltar af steinefnum (mín- erölum), sem örðugt er að ókveða, en virðast vera einhvers konar zeolítar. Næst blöðruveggnum er þá palagonitið, en þegar innar dregur, taka zeolítar við, og virðast þeir vera siðasta stigið í mynd-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.