Náttúrufræðingurinn - 1954, Qupperneq 8
118
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
4. mynd. Blöðrótt, palagonitiserað gler. Stækkað 80 sinnum. — Vesicular, palagoni-
tized glass. Enlarged 80 X. — Ljósm. Jón Jónsson.
breytingu glersins (3. og 4. mynd). Kemur það heim við það, sem
þekkt er frá móbergsmynduninni (5. mynd). Auðsjáanlega er það
sjálft gjallið í hólunum, sem mestmegnis er úr gleri. Stundum er
það svo blöðrótt, að það líkist mest neti úr meira eða minna mynd-
breyttu gleri (4. mynd) .
Eins og áður er getið, er mesti fjöldi af mismunandi stórum bas-
alt-molum í bergsteypunni. Við athugun í smásjá kemur í ljós, að
margir þeirra hafa um sig húð úr brúnleitu gleri, en eru að innan
úr venjulegu, nokkuð blöðróttu basalti (6. mynd).
Innan um gjallið í hólunum er mjög mikið af hnöttóttum eða ná-
lægt því hnöttóttum hraunkúlum af mismunandi stærð, og hugði ég
það í fyrstu vera venjulegar hraunkúlur (bombur). Oft er það líka
svo, en við nánari athugun sést, að mikið af þeim er annars eðlis.
Ef svona kúla er brotin, kemur í ljós, að hún er að innan úr
venjulegu, blöðróttu basalti, en það verður því þéttara sem nær dreg-
ur yfirborði kúlunnar, og yzt er það glerkennt og svart að sjá með
berum augum.
Við athugun í smásjá sýnir það sig, að hin dökka húð er í raun