Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1954, Qupperneq 12

Náttúrufræðingurinn - 1954, Qupperneq 12
122 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN SUMMARY: The author accounts for a number of observations at Landbrot (S.E. Iceland) about the fomiation of palagonite in a young slaggy lava considered by Thorodd- sen to date from about 930 A.D. The lava has flown over an area where abundant occurrence of water has facilitated the formation of pseudo-craters (Landbrots- hólar). These are formed of a glassy lava slagg. The glass (sideromelan) becarne palagonitic. whereby the slagg which also contains numerous xenoliths of basalt and pillows forms a massif rock very similar to the rocks of the palagonite forma- tion. According to these observations one and the same lava flow can give rise to: normal basalt, pillowlava (+ pillow-breccia), palagonite tuff or palagonite breccia according lo the occurrence of xenoliths of basalt. The observations are interpreted as proving that the formation of palagonite can occur even in our days and that it can take place on a considerable scale without direct connection with inland ice and without a high initial water con- tent of the lava. _______________ Sjávarhiti, þegar ísland varð til. Hinar ágætu myndir úr frumflóru þessa lands, sem Jóhannes Áskelsson jarð- fræðingur birti í siðasta hefti Náttúrufræðingsins, gefa hugmyndafluginu byr undir báða vængi. Hvemig skyldi hafa verið umhorfs, þegar hér uxu skógar með fíkjutrjám, heslivið, sassafras og barrviði. Ekki vitum vér, hvort Island var þá ein- búi í Atlantshafi, eins og nú. Það eitt er víst, að loftslag var þá miklu hlýrra en nú er. Island er talið myndað á Tertiertímanum, sem skiptist i fjögur timabil: Eósen, Ólígósen, Miósen og Plíósen. Enn munu menn ekki á eitt sáttir um það á hvaða tímabili Island myndaðist, og torveldar það einkum timaákvörðun, að engar dýra- leifar, svo teljandi sé, hafa enn fundizt. Oswald Heer hallaðist helzt að Míósen, en sumir munu ætla, að elztu myndanir séu ennþá eldri, jafnvel frá Eósen. Cesare Emiliani, kjarnorkufræðingur við Chicago-háskóla hefur nýlega ritað grein, sem nefnist: „Botnsjávarhiti Kyrrahafsins og yfirborsðhiti heimskautshafanna á Tertiertimanum“ (Science 18. júní 1954, bls. 853—855). Kemst hann að þeirri niðurstöðu, að botnsjávarhiti Kyrrahafsins hafi fyrrum verið mjög líkur yfirborðs- hita heimskautshafanna, og greinir hann frá þeirri ókaflega merkilegu nýjung, að með nýrri aðferð hefur reynzt mögulegt að ókvarða meðalhitastig sjávarins við myndun botnlagsins. Byggist aðferð þessi ó hlutfallsmagni súrefnisisótópa við ákveð- ið hitastig sjávarins. I sænska djúpsjávarleiðangrinum 1947—1948 fengust borkjarnar úr botni Kyrra- hafsins, og fundust í þeim lög frá Tertiertímanum. Lög þessi var hægt að aldurs- ákveða með vissum tegundum götunga (foraminifera), sem í þeim fundust, og með hinni nýju aðferð var hægt að ókvarða meðalhitastig sjávarins við myndun þeirra. Emiliani getur þriggja slikra ókvarðana, sem hér skulu tilfærðar: Dýpi í m. Aldur götunga Meðalhitastig 4440 Yngsta Pliósen 2.2° ±0.5 4607 Eldra Mið-Miósen 7.0° ±0.5 4725 Mið-Óligósen o *■£> o ±0.5 H. E.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.