Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 13

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 13
Finnur Guðmundsson: Islenzkir fuglar IX Skúmur (Sfercorarius skua (Briinn.)) Skúmurinn er náskyldur kjóanum, en er þó allólíkur honum í út- liti, enda af sumum talinn til sérstakrar ættkvíslar (Catharacta). Fullorðnir skúmar vega 1200—1600 g, og er skúmurinn því miklu stærri en kjóinn. Hann er auk þess þybbnari og luralegri í vexti en kjóinn, og stélið er stutt og þverstýft og miðfjaðrirnar tvær að- eins örlítið lengri en hinar fjaðrirnar og skaga því ekki langt aftur úr stélinu eins og á kjóanum. Vængirnir eru hreiðari og snubbótt- ari en á kjóanum og flugið þunglamalegra og silalegra. Ef á reynir, getur skúmurinn þó sýnt geysimikla flugfimi, einkum þegar hann er að elta aðra fugla eða verja egg og unga. Munu allir kannast við þetta, er orðið hafa fyrir barðinu á skúmnum á varpstöðvum hans, en hann ræðst þá oft af mikilli heift bæði á menn og skepnur og getur veitt mikil og tilfinnanleg högg með fótunum. Karl- og kvenskúmar eru eins á lit, en venjulega eru kvenfugl- arnir lítið eitt þyngri og stærri en karlfuglarnir. í varpbúningi er skúmurinn dökkbrúnn að ofanverðu og á höfði og hálsi, en ljós- brúnn að neðanverðu. Fjaðrirnar aftan á hálsinum eru mjóyddar og með mjóum, gulhvítum hryggrákum, og á sumum skúmum eru hvítar flikrur á höfði og kverk. Einnig er mjög oft meira eða minna greinilegur hvítur hringur í kringum augað. Á baki, herðum og yfirvængþökum eru ryðrauðir eða hrímgráir dílar eða flikrur. Stél- fjaðrirnar eru brúnsvartar, hvítar við rótina. Flugfjaðrimar em einnig brúnsvartar, en yztu fimm handflugfjaðrirnar eru hvítar við rótina, og mynda hinar hvítu fjaðrarætur stóran, hvítan vængblett eða vængspegil, sem er mjög áberandi á flugi. Nefið er homsvart, oft með lítið eitt grænleitri slikju. Fætur eru svartir. Sáralítill mun- ur virðist vera á sumar- og vetrarbúningi skúmsins, nema hvað gul- leitu rákirnar á hálsinum vantar að mestu á veturna. — Dúnungar eru móbrúnir að ofanverðu, en ljósari að neðanverðu og gráleitir á

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.