Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 14
124
NÁTTtJRUFRÆÐINGURINN
kviði. Nefið er hornblágrátt og fætur fagurgrábláir. — Ungfuglar
eru dekkri en fullorðnir fuglar, brúnsvartir að ofanverðu og dökk-
brúnir að neðanverðu. Á hálsi ber nokkuð á Ijósum fjaðrajöðrum,
og yfirvængþökur eru með gráhvitum fjaðraoddum.
Utbreiðsla skúmsins á jörðinni er mjög einkennileg. Aðalheimkynni
hans eru á suðurhveli jarðar, einkum í Suður-lshafinu. Á þessum
slóðum eru taldar 4—6 deilitegundir skúmsins, sem meðal annars
byggja hluta af Suðurskautslandinu og nálægar eyjar. Loks er ein
deilitegund (Stercorarius skua skua) nyrzt i Atlantshafi, allt norð-
ur undir heimskautsbaug. Þessi síðasttalda deilitegund verpur hvergi
nema á íslandi og á Hjaltlandseyjum, svo og lítils háttar í Orkneyj-
um og Færeyjum. Aðalheimkynni hennar eru þó á Islandi. Skúm-
urinn er því ein af þeim fáu fuglategundum, sem finnast í grennd
við bæði heimskautin eða eru með öðrum orðum bipolar, eins og
sagt er á vísindamáli. Hinar litlu skúmabyggðir nyrzt í Atlants-
hafi eru þannig algerlega einangraðar frá meginheimkynnum skúms-
ins í Suðurhöfum, og hefur mönnum lengi verið það mikil ráðgáta,
hvernig á þessari einkennilegu útbreiðslu stæði. Er það álit sumra
fræðimanna, að skúmar úr Suðurhöfum hafi einhvern tíma í fyrnd-
inni, og það jafnvel tiltölulega nýlega jarðsögulega séð, flækzt eða
hrakizt norður eftir öllu Atlantshafi, og siðan ílenzt á hinum norð-
lægu Atlantshafseyjum, þar sem skilyrði voru sem svipuðust því,
sem er í heimkynnum þeirra í Suðurhöfum.
Útbreiðslusvæði skúmsins hér á landi er alltakmarkað. Aðalvarp-
stöðvar hans eru á söndunum sunnanlands, en auk þess eru smá-
vörp við ósa Jökulsár á Fjöllum og Jökulsár á Brú. Ég hef undan-
farið reynt að afla sem gleggstra upplýsinga um útbreiðslu og fjölda
skúmsins hér á landi, og þar sem þetta hefur ekki verið gert áður,
tel ég rétt að gera hér nokkru nánari grein fyrir árangri þessara
athugana. Það skal tekið fram, að ég hef sjálfur heimsótt allmargar
af varpstöðvum skúmsins, en um þá staði, er ég hef ekki sjálfur
heimsótt, hef ég fengið mikilsverðar upplýsingar frá mönnum, er
hafa verið nákunnugir staðháttum á hverjum stað. Nöfnum heim-
i;darmanna minna verð ég þó því miður að sleppa í hinu stutta
yfirliti, er hér fer á eftir.
I Ámessýslu verpur lítils háttar af skúm (ca. 10—20 pör) i grennd
við Þorlákshöfn og milli Þorlákshafnar og Selvogs. Auk þess var
áður fyrr svolítið skúmsvarp í eyju í ölfusá, er tilheyrir Kaldaðar-
nesi, en þetta varp er fyrir alllöngu liðið undir lok.