Náttúrufræðingurinn - 1954, Síða 17
ISLENZKIR FUGLAR IX
127
Jökulsár í Lóni og ef til vill einnig á fjörunum framan við Papa-
fjörð og Lónsfjörð. En hér endar útbreiðslusvæði skúmsins á Suður-
landi, því að vitað er með vissu, að skúmur verpur hvorki í Álfta-
firði né Hamarsfirði í S.-Múl., enda þótt skilyrði virðist vera þar
ákjósanleg fyrir hann. Sýslutakmörkin milli A.-Skaft. og S.-Múl. eru
því jafnframt austurtakmörk útbreiðslusvæðisins.
Þá er aðeins ógetið tveggja einangraðra skúmabyggða í öðrum
landshlutum. Önnur þeirra er á eyrum í Jökulsá á Brú (N.-Múl.)
og í grennd við hana, nokkru ofan við árósinn, en hér mun þó vera
um fremur lítið varp að ræða. Hin er skammt ofan við ós Jökulsár
á b’jöllum, einkum í svonefndum Viðibakka. Talið er, að á þessu svæði
verpi nú 150—200 pör.
Hér að framan hef ég rakið allrækilega það, sem vitað er um út-
breiðslu skúmsins hér á landi. Mér er sjálfum ljóst, að þetta yfir-
lit er ófullkomið, enda er hér um fyrstu tilraun að ræða. Ég væri
því mjög þakklátur öllum þeim, er þetta lesa, fyrir hvers konar leið-
réttingar og viðauka, sem gætu stuðlað að því að auka þekkingu
okkar í þessu efni.
Ég hef reynt að gera mér grein fyrir því, hve mörg skúmapör
muni verpa hér á landi, og hef ég komizt að þeirri niðurstöðu, að
á Skeiðarársandi verpi 3000 pör, á Breiðamerkursandi 1500 pör, á
Mýrdalssandi og ósasvæði Kúðafljóts 500 pör og á öðrum íslenzk-
um varpstöðvum 1000 pör. Til samans verða þetta á öllu landinu
6000 pör eða 12000 fullorðnir varpfuglar. Auðvitað er hér að all-
verulegu leyti um ágizkanir að ræða, en ég tel þó ólíklegt, að miklu
geti skakkað frá því rétta, en úr því verða framtíðarathuganir að
skera. Talið er, að 1000 skúmapör verpi á Hjaltlandseyjum og í
Orkneyjum og 200 pör í Færeyjum. Heildarfjöldi varppara í Norður-
Atlantshafinu verður því 7200 pör eða 14400 fuglar. Skúmurinn
verður því að teljast til hinna sjaldgæfari sjófugla Norður-Atlants-
hafsins.
Þar sem um 83% af heildarstofni skúmsins í Norðurhöfum verpur
á íslandi, stendur það okkur Islendingum næst að kanna sem ræki-
legast útbreiðslu hans og lífshætti. Skúmurinn er stór og áberandi
fugl, og hann er auk þess grimmur og ágengur á varpstöðvunum.
Af þessum orsökum, svo og vegna hinnar takmörkuðu útbreiðslu,
er hann ein af þeim tegundum eða öllu heldur deilitegundum villtra
fugla, sem vel gerlegt ætti að vera að telja með mikilli nákvæmni.
Og ég tel vel framkvæmanlegt á einu sumri að telja nákvæmlega