Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 18

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 18
128 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN fjölda varppara eða hreiðra hér á landi. Að vísu eru sum af varp- svæðum skúmsins hér, eins og t. d. Skeiðarársandur, allerfið yfir- ferðar, en óneitanlega væri samt skemmtilegt, ef hægt væri að framkvæma hér allsherjartalningu skúmsins, áður en langt líður. Eins og þegar hefur verið tekið fram, eru hinir íslenzku sandar varpkjörlendi skúmsins hér á landi, en þó aðeins þeir sandar, sem liggja að sjó eða eru ekki í mikilli fjarlægð frá sjó. Efst á Skeiðarár- sandi og á Markarfljótsaurum verpa skúmar þó í 20—30 km fjar- lægð frá sjó. Mestu varpstöðvarnar eru á hinum víðáttumiklu og hrjóstrugu jökulsöndum sunnan Vatnajökuls (og Mýrdalsjökuls), sém hin marggreindu jökulvötn kvíslast um með sínum síbreytilegu •'far- vegum. Smærri varpstöðvar finnast hins vegar einnig á foksands- svæðum, sem myndazt hafa vegna áfoks frá ströndinni. Svæði þessi eru ýmist marflöt eða oftar lítið eitt hallandi til sjávar. Oft eru þau alveg slétt, en oft einnig dálítið öldótt. Skúmavörpin eru yfirleitt í mjög lítilli hæð yfir sjó, en þó verpa skúmar í allt að 100 m hæð yfir sjó ofarlega á Markarfljótsaurum og efst á Skeiðarársandi. Gróð- ur á söndunum er mjög mismunandi, sums staðar mjög lítill eða enginn, en annars staðar eru talsvert víðáttumiklar grasteygingar, mosaflákar eða melgróður. Gróðurinn hefur mikil áhrif á útbreiðslu skúmsins, því að hann verpur sjaldan eða aldrei á alveg beran sand eða möl. Skúmavörp eru því yfirleitt þéttusl í smáþýfðu graslendi eða á mosaflám með strjálum æðri gróðri, og á foksandssvæðum einkum í melgrasbreiðum eða melkollum. Sum af varpsvæðum skúms- ins, svo sem Skóga- og Sólheimasandur undir Eyjafjöllum, virðast við fyrstu sýn nær alveg gróðurlaus. Ef betur er að gáð, kemur þó fljótt í ljós, að hér og hvar á stangli eru svolitlar gróðurþúfur eða gróðurtorfur, og eru þá skúmshreiðrin nær undantekningarlaust á slíkum stöðum. Mun skúmurinn líka eiga sinn þátt í myndun og vexti þessara gróðurbletta. Þótt ég hafi hér að framan oft talað um skúmavörp og skúma- byggðir, má þó ekki skilja þetta svo, að hér sé um mjög þétt vörp að ræða. Yfirleitt er það sjaldgæft, að skúmshreiðrin séu mjög ná- nægt hvert öðru, enda hefur hvert skúmapar allstóra og glöggt af- markaða hreiðurhelgi. I víðáttumiklum skúmabyggðum geta hreiðrin líka verið mjög dreifð og langt á milli þeirra, en hins vegar verða vörpin þéttari þar sem skilyrði eru hagstæðust. Einkennisfuglar hinna íslenzku sanda eru auk skúmsins svart- bakurinn og kjóinn. Enda þótt þessar þrjár tegundir byggi sömu

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.