Náttúrufræðingurinn - 1954, Qupperneq 21
FLÓRA GRlMSEYJAR
129
svæði, verpa þær yfirleitt ekki hver innan um aðra, heldur halda
sig sem mest hver út af fyrir sig. Þetta er þeim líka sjálfsagt fyrir
beztu, því að samkomulagið er ekki ávallt sem bezt. Við öðru er líka
ekki að búast, og má raunar teljast merkilegt, að þrír jafnharðdrægir
og ófyrirleitnir ræningjar skulu geta unað saman í nábýli.
Síðari helmingur maímánaðar er aðalvarptími skúmsins hér á
landi. Á Breiðamerkursandi hafa egg fundizt 9. maí, en talið er, að
í meðalári byrji varpið þar ekki fyrir alvöru fyrr en um 20. maí.
Tíðarfar getur þó haft talsverð áhrif á varptímann. Sé tíðarfar hag-
stætt, byrjar varpið fyrr, en í mjög köldum vorum getur því seink-
að til muna, jafnvel fram í júriíbyrjun. Skúmurinn verpur því held-
ur fyrr en kjóinn, en aftur á móti nokkru síðar en svartbakurinn,
en eins og áður er getið, verpa þessar þrjár tegundir oft í nábýli.
Hreiðurgerð skúmsins er mjög óvönduð. Hreiðurlautin er 23—30
cm að þvermáli og —8 cm cljúp. Stundum er liún nær ófóðruð
innan, en oftar reytir fuglinn þó svolítið af sinu og mosa i hreiðrið
og hagræðir þessum efnum í kringum eggin. Eggin eru nær undan-
tekningarlaust 2. Mjög sjaldan er eggið aðeins 1, og hreiður með
3 eggjum hafa mér vitanlega ekki fundizt hér á landi. Eggin eru
svipuð kjóaeggjum á lit, mógræn eða móbrún með dauffjólubláum
grunnblettum og dökkmórauðum dílum og flikrum. Hálfdan Björns-
son á Kvískerjum í Öræfum hefur tvívegis athugað útungunartíma
skúmsins, og reyndist hann í bæði skiptin vera 28 dagar. Einnig
komst Hálfdan að raun um, að eggjunum er orpið með 2—3 daga
millibili. Bæði hjónin taka þátt í útungun eggjanna svo og fæðu-
öflun handa ungunum og fóðrun þeirra. Talið er, að ungarnir verði
fleygir, þegar þeir eru 6—7 vikna gamlir. Hér á landi hafa skúms-
ungar sums staðar verið nýttir til matar. Voru þeir þá venjulega
teknir í 15. viku sumars (í júlílok), eða nokkru áður en þeir urðu
fleygir.
Síðari hluta marzmánaðar fer skúmurinn að vitja varpstöðvanna.
Samkvæmt 12 ára athugunum Kvískerjabræðra hafa komudagar
skúmsins á Breiðamerkursandi verið frá ll.marz til l.apríl. Þess
ber þó að gæta, að hér er eingöngu miðað við fyrsta skúminn eða
fyrstu skúmana, sem sjást, en frá því er skúmurinn sést fyrst, og
þar til er hann hefur að fullu setzt að á varpstöðvunum getur liðið
alllangur tími. 1 ágúst, þegar ungarnir eru orðnir fleygir, fer skúm-
urinn aftur að yfirgefa varpstöðvarnar, en slæðingur sést þó oft á
varpstöðvunum fram í fyrstu viku septembermánaðar, og einstaka
9