Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 29

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 29
Steindór Steindórsson frá Hlöðum: / Flóra Grímseyjcir Hinn lð.ágúst 1952 fór ég snögga ferð til Grimseyjar. Enda þótt viðdvölin væri skömm, aðeins 4—5 klukkustundir, vannst mér tími til að fara um mikinn hluta eyjarinnar og kanna þar gróður. Vitan- lega var enginn tími til nákvæmra athugana, en ég gerði þar skrá yfir þær tegundir, sem ég sá, og um það, hversu algengar þær væru. Eldri gróðurathuganir úr Grímsey, sem mér eru kunnar, eru þessar: Sumarið 1884 fór Þorvaldur Thoroddsen þangað. Hafði hann álíka skamma viðdvöl í eynni og ég nú, og varði tíma sínum einkum til jarðfræðiathugana. Nokkru safnaði hann þó af plöntum, skrá yfir þær birtist löngu síðar eða 1902 í ritgerð um Grimsey í Geografisk Tidsskrift. Er þar alls getið 27 tegunda háplantna. Fann ég þær all- ar í sumar. Árið 1898 fór Ólafur DavíÖsson grasaferð til Grímseyjar. Dvald- ist hann þar um vikutíma og safnaði plöntum, bæði æðri og lægri. Ekkert hefir hann skrifað um þá ferð sína, annað en bréfkafla til Stefáns Stefánssonar, skólameistara. I bréfi því getur hann nokk- urra tegunda, er hann fann þar, og eru þar á meðal tegundir, sem ekki hafa fundizt síðan. Þess má geta, að hann fann þar í fyrsta sinni á Islandi afbrigði af efjugrasi, Limosella aquatica var. borealis. I bréfinu minnist hann einnig á nokkrar algengar íslenzkar tegundir, sem vantar i Grimsey. Er þannig nokkuð á bréfi Ólafs að græða grasafræðilega, þótt ekki sé það skrifað í fræðilegum tilgangi. Alls hyggur hann, að háplöntutegundir í Grimsey séu um 120. Miklu safnaði hann þar af lægri plöntum, mosum og skófum, og munu þau söfn hafa verið notuð af öðrum mönnum. Háplöntur þær, sem Ólafur safnaði i Grímsey, eru geymdar í Náttúrugripasafninu í Reykjavík, en við hraða yfirferð skrár, sem ég gerði um plöntur safnsins fyrir nokkrum árum, hefi ég þó ekki fundið ýkjamargar, en vera kann, að mér hafi sézt yfir eitthvað. Hefi ég notað þá skrá við saman- tekningu flórulista, sem er í vörzlu Náttúrugripasafnsins i Reykja- vík og fylgdi grein þessari.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.