Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1954, Qupperneq 31

Náttúrufræðingurinn - 1954, Qupperneq 31
FLÖRA GRIMSEYJAR 139 alpina), en mér virðist það vera algengara en vallarsveifgrasið (P. pratensis), en bæði standa þau vinglunum að baki um gróðurmagn. Þá er stinnastör (Carex rigida) mjög algeng, og sums staðar eru há- língresi (Agrostis tenuis) og ilmreyr (Anthoxanthum odoratum) áberandi. Víða í graslendinu, einkum þar sem veðurnæmt er, ber allmikið á grasvíSi (Salix herbacea). 1 dældum er víða gróðurfar, sem mjög minnir á snjódældir, með finnungi (Nardus stricta), grámullu (Gnaphalium supinum), fjalla- smára (Sibbaldia procumbens) og fjalladúnurt (Epilobium anagallidi- folium). Þar sem raklendara er í slílcum dældum er blómlendi, þar sem mest ber á maríustakk (Alchemilla minor). f tjarnarstæðum vex mikið af liðaskriðsóley (Ranunculus reptans), sefbrúSu (R. hyperboreus), efjugrasi (Limosella aquatica) og sums staðar kattarjurt (Rorippa islandica). Á einum stað er allstórt þurrt tjarnarstæði, sem heita má alvaxið einhneppu (Eriophorum Scheuch- zeri). 1 björgum og sjávarbökkum er víða mikill gróður, og ber þar mest á skarfakáli (Cochlearia officinalis). En ég hafði ekki færi á að kynna mér gróður í klettum eða björgum sem heitið gæti. Ryggðin er suðvestan til á eynni. Ofan við bæina er girðing, og er heimaland jarðanna fyrir neðan hana, en almenningur fyrir ofan. Tún eru nú allstór í Grímsey. Aðaltúngrösin virtust mér vera vallar- sveifgras og túnvingull, en þar sem tún voru að mestu slegin, gat ég ekki athugað þau nánar. Enda þótt Grímsey sé algróin að kalla, er gróður allur fremur smávaxinn og kyrkingslegur. Alláberandi eru þar plöntur með þétt- um, lágum blaðhvirfingum og lágvöxnum, gildum stönglum, eins og títt er, þar sem vindasamt er. Víða er svo mikill mosi í graslendinu, að það nálgast mosaþembu. Veðráttufar í Grímsey er fremur kalt og saggasamt. Meðalhiti árs- ins er 1,6°C, en hitasveifla er mjög lítil. Þannig er meðalhiti í júlí aðeins 7,2°C og ágúst 6,9°C, í köldustu mánuðunum er meðalhitinn í marz -i-3,20C og febrúar ~^2,9°C. Úrkomudagar eru taldir 143, en meðalársúrkoma þó ekki nema um 340 mm. Minnst meðalúrkoma er í apríl 13 mm, en mest í ágúst til október eða 35—36 mm á mánuði. 115 tegundir blómplantna og byrkninga hafa fundizt í Grímsey. Að visu má segja um nokkrar tegundirnar, að vafi geti leikið á um þær, og er þess getið í fyrrnefndum flórulista. Eins er óvíst, hvort tegundir, sem aðeins hafa fundizt ein eða örfáar plöntur af, svo sem

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.