Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1954, Qupperneq 32

Náttúrufræðingurinn - 1954, Qupperneq 32
140 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN bamarót, bláberjalyng, lyfjagras og hvítmaðra, geti haldizt við til lengdar. Ég hefi samt sem áður viljað taka allt með, og hefi tekið tillit til allra umræddra tegunda í töflu þeirri, er síðar getur. Það vekur þegar í stað athygli, hversu fáskrúðug flóra Gríms- eyjar er, og hve margar hinna algengustu plantna vantar þar, eða því sem nær, Eiginlegar runnplöntur vantar nær allar. Áður er getið, hversu bláberja- og krækilyng eru sjaldgæfar, en annars vantar þar fjalldrapa, víðitegundirnar, nema grasviði, holtasóley, og yfirleitt all- ar runnkenndar plöntur. Þá vantar og langflestar vatnaplöntur, eins og eðlilegt er. Af öðrum algengum tegundum, sem vantar í Gríms- ey, má nefna: elftingar aðrar en klóelftingu, margar starir, hrossa- nál, mýrasef, blómsef, sýkigras, gullmuru og Jakobsfífil. Af 53 ætt- um, sem finnast á fslandi, eru aðeins 33 í Grímsey. Orsakir til tegundafæðarinnar munu einkum vera fjórar: loftslag, staðhættir, beitaráhrif og einangrun. Skulu þær nú athugaðar lititls háttar. Ef vér lítum á loftslagið, verður fyrst fyrir hinn lági sumarhiti, hann er þó ekki lægri en svo, að ýmsar algengar tegundir, sem vantar í eynni, gætu vel dafnað þar, má þar til nefna runntegund- irnar, sem allar eru harðgerðar tegundir. Þótt úrkoma sé lítil, þá er hún engan veginn svo lítil, að það út af fyrir sig hefði úrslitaþýð- ingu, ekki sízt þegar þess er gætt, að úrkoman er alltíð, og rakastig loftsins vafalítið hátt, sakir hins lága hita, svo að útgufun verður ekki mikil. Annað mál er það, að særok, sem oft mun ganga yfir eyna, gæti átt verulegan þátt í að tálma vexti sumra tegunda þar. Staðhættir á eynni munu hins vegar valda allmiklu um tegunda- fæð. Eins og fyrr getur, er mýrlendi þar naumast til, og sáralítið um tjarnir og polla. Mun það að vísu vera afleiðing lítillar úrkomu. En af þessu leiðir aftur, að margar hinar algengu mýra- og vatna- plöntur vantar. Eiginlegar klappir, nema sjávarklappir og hamra, vantar að mestu, sömuleiðis mela. Enda vantar ýmsar algengar klappa- og melategundir, t. d. melskriðnablóm. Þannig er það víst, að tegundafæðin stendur að nokkru leyti í sambandi við staðhætti. Lítill vafi er á því, að beitaráhrif geta hafa orðið ýmsum gróðri örlagarík í Grimsey, einkum þó runngróðri. Allt frá því byggð hófst i eynni, hefir verið þar allmargt sauðfé, stundum svo nokkrum hundruðum skiptir, auk lítils háttar af öðrum búfénaði. Fyrrum lifði sauðféð mjög á útigangi, og má telja fullvíst, að það hafi þá gengið mjög nærri beitilandi í hörðum árum. Þó mun tæplega unnt að

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.