Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 33

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 33
FLÖRA GRlMSEYJAR 141 skýra vöntun runngróðursins algerlega sem afleiðingar beitarinnar. Fróðlegt er í þessu sambandi að athuga um runngróður í öðrum eyjum hér við land. Fyrir liggja flórulistar úr 5 eyjum eða auk Grímseyjar: Vestmannaeyjum (Fleimaey), Flrísey, Æðey og Papey. 1 þremur þeirra, Grímsey, Æðey og Papey, vantar runngróður að mestu. 1 Hrísey er hann allverulegur, og að því er virðist í hraun- inu í Heimaey. Ég tel ekki ósennilegt, að vöntun runntegundanna megi ef til vill rekja til þess, hversu mikið fuglalíf er í eyjum þess- um, og um leið að köfnunarefni sé þar meira í jarðvegi en annars er títt um óræktað land, en kunnugt er, að runntegundirnar firrast allar köfnunarefni og hverfa t. d. nær jafnskjótt og borið er á jörð. 1 Hrísey er áreiðanlega miklu minnst fuglalíf af þessum eyjum, einkum ef tekið er tillit til stærðar hennar. Heimaey er að vísu ekki síður fuglmörg en hinar þrjár, en vel má vera, að fuglinn sé þar ekki að verulegu leyti í hraununum, eða þá, að það, hve hraunið er snautt af jarðvegi, vegi upp gegn því köfnunarefnismagni, er frá fugladritnum kemur. Þetta er að vísu ekkert annað en tilgáta. En ég hygg ekki fjarri sanni að álíta, að fénaðarferð og fuglamergð eigi í sameiningu drýgstan þáttinn í hve eiginlegs runngróðurs gætir lítið í Grímsey og fleiri sambærilegum eyjum hér við land. En allt um þetta hygg ég þó að einangrunin eigi drýgstan þátt i hversu Grímsey og raunar aðrar eyjar hér við land eru tegunda- snauðar. 1 þessum 5 eyjum, sem fyrr getur, er tala blómplantna og byrkninga þessi: Hrísey 170, Papey 123, Vastmannaeyjar 122, Gríms- ey 115, Æðey 100. Athyglisvert er, hve tala tegunda er lík i úteyj- unum þremur, og ef bornar eru saman flórur Grímseyjar og Pap- eyjar eru þær skyldar um margt. Skiljanlegur er tegundafjöldi Hrís- eyjar, sem bæði liggur nærri landi, er mikil að flatarmáli og all- breytileg að landslagi. Hins vegar vekur jiað nokkra furðu, hversu fáar eru tegundir Æðeyjar, sem einnig er mjög nærri landi, en þess er að gæta, að hún er miklu minnst þessara eyja og fábreytileg að landslagi. Ef vér lítum aðeins á úteyjarnar þrjár, þá koma áhrif ein- angrunarinnar greinilega í 1 jós. Þótt Grímsey liggi ekki nema um 40 km frá landi, er það nægileg vegalengd til þess að tálma flutn- ingi tegunda þangað frá meginlandinu. Og eitt virðist mér tegunda- fæð þessara eyja geta bent á, og það er að þáttur fugla í plöntuflutn- ingum milli landa sé minni en oft hefir verið haldið fram. Þótt vit- anlega sjófuglarnir séu yfirgnæfandi í þessum eyjum, þá kemur þar einnig margt landfugla, sem hæglega ættu að geta borið með sér fræ,

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.