Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1954, Qupperneq 34

Náttúrufræðingurinn - 1954, Qupperneq 34
142 NÁTTtJRUFRÆÐINGURINN ef þáttur þeirra i því efni væri eins mikilf og af er látið. Engin tegund vex í Grímsey, sem ekki vex í næsta nágrenni á megin- landinu. Athyglisvert er, liversu margar þeirra tegunda, sem með vissu má telja, að flutzt hafi með mönnum til íslands, vantar i eyjar þessar, nema Vestmannaeyjar. Sýnir það ljóslega, hvert mannaferð- in hefir einkum legið. Þá hefi ég reiknað út hlutföll lífmynda og útbreiðsluflokka plantna í Grímsey og hinum áðurtöfdu eyjum og í eftirfarandi töffu eru sams konar hlutföll fyrir landið allt og Norðurland sett til samanburðar. Island Norðurl. Grimsey Hrísey Papey Æðey Vestme. A Arktískar pl. ... 38,2 41,9 44,7 45,9 44,7 36,0 31,1 E Evrópskar pl. . . 61,8 58,1 55,3 54,1 55,3 64,0 68,9 Ch Runn- og þófapl. 13,0 14,2 15,7 17,7 13,8 9,0 13,1 H Svarðpl..... 54,2 54,3 59,1 51,8 56,1 56,0 61,5 G Jarðpl...... 11,3 11,8 12,2 17,0 16,3 16,0 7,4 HH Vatnapl...... 8,0 8,6 5,2 7,6 6,5 6,0 2,5 Th Einærar pl.. 10,6 10,0 7,8 5,9 7,3 13,0 15,5 Ph Loftpl. (Tré) ... 2,1 1,1 Taflan sýnir Ijóslega, hverju munar á útbreiðsluflokkum og líf- myndum í Grímsey og landinu sem heild, svo og Norðurlandi sér- staklega. Arktísku tegundirnar eru greinilega flestar að tiltölu í Grímsey, og er það eðlilegt, þegar litið er á loftslag hennar og legu, þótt hins vegar vanti þar margt arktískra fjallaplantna. Hlutfall runn- og þófaplantna er einkennilega hátt, þegar tekið er tillit til þess, sem áður segir um vöntun runnplantna í Grímsey. Er þessi tala einnig á ýmsan hátt villandi. Þess er þó að gæta, að í Grímsey eru einmitt ýmsar þófaplöntur, þótt ekki séu runnkenndar, mjög áberandi, og veldur það hinni háu tölu, en hátt Ch% er hvar- vetna talið einkenna flórur þeirra landa og héraða, þar sem loftslag er óhagstætt gróðri. Bendir það að vísu til þess, sem áður er sagt um arktísku tegundirnar. Hin mjög lága hlutfallstala einæru plantn- anna er einkennandi fyrir staði með stuttu og köldu sumri. Áður er á það bent, hversu Grímsey er snauð að vatnaplöntum. Svarðplönt- ur og jarðplöntur hafa mun hærri hlutfallstölu í Grímsey en á meg- inlandinu, bæði í heild og á Norðurlandi. Ég mun ekki að þessu sinni fjölyrða um hlutföllin milli eyjanna 5. Vil ég þar aðeins benda á, að Grímsey virðist mun skyldari Papey

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.