Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 10

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 10
4 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN saman í keðjur. Veggurinn er gerður úr kísilsamböndum og er í 2 helmingum, sem umlykja frumuinnihaldið, eins og askja með loki. Þegar fruman skiptir sér, verður hvor helmingur að nýrri frumu. Kísilskeljar móðurfrumunnar verða hvor um sig lok á hinum ný- mynduðu frumum. Þetta leiðir af sér, að stærð hinna einstöku fruma minnkar stöðugt. Þegar ákveðinni lágmarkstærð er náð myndast hjá frumunni risagró (auxospore), þ. e. a. s. frumuinni- haldið bólgnar út, sprengir af sér gömlu skeljarnar og myndar nýj- ar. Á þann hátt nær fruman aftur sinni upprunalegu stærð. Það hefur lengi verið umdeilt, hver sé lífeðlisleg orsök myndun- ar á risagrói, svo og það hvert sé hlutverk bifgróanna, sem sést hafa í ýmsum kísilþörungategundum. Nú hafa rannsóknir allra sein- ustu ára bent til þess, að hvort tveggja sé liður í kynæxlun kísilþör- unganna. Séu þá gróin biffrjó, en risagróin okfruma (zygota). Flestar þeirra tegunda kísilþörunga, sem lifa í strandsjó, mynda dvalagró, frumuinnihaldið dregur sig saman, verður þéttara og fær nýjan vegg, sem hefur mismunandi lögun hjá mismunandi teg- undum. Rannsóknir úti í náttúrunni hafa sýnt, að þegar tegund byrjar að mynda dvalagró, er ekki langt þangað til hún hverfur frá yfirborðslögunum. Dvalagróin eru þyngri en hin upphaflega fruma og falla til botns. Það er ennþá óljóst, hvaða orsakir liggja til þessarar breytingar á frumunni, og hvaða ytri eða innri aðstæð- ur verða til þess að dvalagróin spíra. Dinoflagellatae hafa verið kallaðir á íslenzku sundþörungar, svipuþörungar og skoruþörungar. Fellur mér bezt nafnið skoru- þörungar, vegna þess að það aðgreinir þá frá öðrum þörungum, sem haf svipu og geta synt, en hafa ekki skoru. Mynd 2 sýnir nokkr- ar tegundir þessarra þörunga. Bygging þeirra er mjög margbrotin. Það er hægt að greina milli framhluta og afturhluta á frumunni, og einnig fram- og afturhliðar. Veggurinn er gerður úr lífrænum efnum, og leysist fljótlega upp eftir dauða frumunnar. Hann er samsettur úr mörgum mismunandi plötum, sem að formi og tölu eru breytilegar hjá hinum einstöku ættbálkum og tegundum, og byggist kerfi skoruþörunganna öðru fremur á byggingu platn- anna. Á framhliðinni er lóðrétt skora og í henni op fyrir aðra svip- una. Kringum frumuna liggur önnur skora, og í henni Hggur hin svipan. Þetta er grundvallarlögunin hjá skoruþörungunum, en út frá henni verða hinar einkennilegustu ummyndanir. T. d. hjá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.