Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1957, Side 16

Náttúrufræðingurinn - 1957, Side 16
10 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN allra seinustu árum verið tekin upp aðferð, sem með talsverðri ná- kvæmni mælir hina raunverulegu framleiðslu af lífrænu efni í ákveðnu magni af sjó. Byggist þessi nýja aðferð á notkun geisla- virks kolefnis. Stendur til að byrja að nota hana strax í sumar hér heima í rannsóknarleiðangrum Fiskideildar. Einn af kostum þess- arar aðferðar er sá, að hún er miklu fljótvirkari en þær aðferðir, sem notaðir eru við plöntusvifsrannsóknir í sjónum. Hér að framan var lauslega minnst á, að gróðurskilyrði plöntu- svifsins þurfi að vera góð, til þess að einhvers verulegs gróðurs megi vænta. Hvaða kröfur eru það þá, sem þessar lífverur gera til um- hverfisins? Og hvað er átt við með góðum gróðurskilyrðum? Við vitum, að plönturnar á landi þurfa Ijús, hita, vætu og nær- ingarefni til að geta vaxið. Sama máli gegnir um plöntumar í sjónum. Það er augljóst, að plönturnar í sjónum skortir ekki vætu. Hitasveiflurnar verða aldrei eins miklar í sjónum og þær geta orðið á landi, þannig verður sjórinn ekki heitari en um það bil 30° C og ekki kaldari en — 1,8° C. Plönturnar þrífast vel við hvort tveggja þessi hitastig. T. d. fann Friðþjófur Nansen mikinn gróð- ur milli ísjakanna nálægt norðurpólnum. Og það hefur aldrei verið mælt svo hátt hitastig í sjónum, að plönturnar hafi ekki getað þrifist þar af þeim sökum. En eins og á landi þá eru það yfirleitt aðrar tegundir, er vaxa þar sem hitinn er 1° C, en þar sem hann er 15° C. Ljósið er orkugjafinn við framleiðslu plantnanna á lífrænu efni og þess vegna alveg nauðsynlegt. Ljósið við yfirborðið er breytilegt eftir breiddargráðum og eftir árstíðum. Á vetrum getur birtan verið of lítil norðarlega og sunnarlega á hnettinum, þannig að öll fram- leiðsla plantna stöðvast. Hins vegar hefur ekkert opið hafsvæði verið rannsakað, þar sem ekki þróast plöntulíf einhvern tíma árs- ins. Þannig er það við norðurpólinn, eins og áður er getið, og við suðurheimskautið er mjög ríkt gróðurlíf þann stutta tíma, sem sumarið varir, enda undirstaða hinna miklu hvalveiða, sem þar eru stundaðar ár livert. Sjórinn drekkur í sig geisla sólarinnar, svo að birtan nær aðeins takmarkaða leið niður í djúpið. Hve langt geislarnir ná niður í sjóinn er því háð t. d. hve sólin stendur hátt á lofti, hve mikið er í

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.