Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1957, Síða 19

Náttúrufræðingurinn - 1957, Síða 19
UM PLÖNTUSVIFÍÐ í SJÓNUM 1S ið fyrir á blöndunarsvæðum, að nóg sé af næringarefnum í yfirborð- inu allt sumarið, án þess að það verði eins mikill plöntugróður og búast mætti við. Dæmi um þetta er blöndunarsvæðið við suðaustur hluta íslands. Skýringin á þessu er sú, að lóðrétt blöndun á svæð- inu er svo mikil, að plönturnar fá ekki næði til að nota birtuna í yfirborðslögunum. Hins vegar geta þá næringarefnin borizt með láréttum straumum til nærliggjandi staða, þar sem sjórinn er kyrr- ari, og komið þar að meiri notum. Þá geta næringarefnin borizt upp til yfirborðsins, þegar sterkir fallstraumar fara yfir grunnsævi og sömuleiðis á svæðum, þar sem djúpsjór streymir upp með land- grunnsbrúnum. Af því, sem að framan greinir, er ljóst, að það eru ekki hinir ein- stöku eiginleikar umhverfisins, heldur miklu fremur samspil þeirra allra, sem ráða því hve auðugt hvert Iiafsvæði er. Þannig geta t. d. lóðréttar hreyfingar stuðlað að því að bera svifinu nær- ingarefni, en jafnframt orðið til þess, að svifið berist niður fyrir j afnvægisdýpið. Rannsóknir á plöntusvifi við Island eru ennþá stutt á veg komnar, enda hafa það aðallega verið útlendingar, sem að framkvæmd þeirra hafa staðið. Má þar einkum nefna Danina Ostenfeld, Paulsen og Steeman Nielsen og Þjóðverjann Hentschel. Eini íslendingurinn, sem hefur fengizt við plöntusvifsrannsóknir við ísland fram til síðustu ára, er dr. Finnur Guðmundsson. Eftir rannsóknum þess- arra manna virðist plöntuframleiðslan ekki hefjast fyrr en í apríl- maí við strendur landsins, enda er sjórinn ekki lagskiptur fyrr en um það leyti árs. Eins og áður er sagt, dregur fljótlega úr plöntu- gróðrinum, þegar næringarefni yfirborðslaganna þrjóta. Undan- tekningar frá þessu finnast þó á nokkrum stöðum: á blöndunar- svæðunum við suðaustur- og norðvesturströndina, á nokkrum stöðum við suður- og vesturströndina, þar sem gætir uppstreymis af djúpsjó við landgrunnið, svo og út af annnesjum, þar sem fall- straumar eru sterkir. Á þessum stöðum hefur líka fundizt ríku- legur plöntugróður fram eftir sumri. Enn hefur lítið verið rætt um jaau áhrif, sem dýrasvifið eða þau dýr, sem hafa plöntusvifið að næringu, hafa á útlit og eðli plöntu- svifsins á hverjum stað. Má geta þess, að strax og kísilþörunga- gróðurinn er um það bil að ná hámarki sínu að vorinu, fer að bera

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.