Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 19

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 19
UM PLÖNTUSVIFÍÐ í SJÓNUM 1S ið fyrir á blöndunarsvæðum, að nóg sé af næringarefnum í yfirborð- inu allt sumarið, án þess að það verði eins mikill plöntugróður og búast mætti við. Dæmi um þetta er blöndunarsvæðið við suðaustur hluta íslands. Skýringin á þessu er sú, að lóðrétt blöndun á svæð- inu er svo mikil, að plönturnar fá ekki næði til að nota birtuna í yfirborðslögunum. Hins vegar geta þá næringarefnin borizt með láréttum straumum til nærliggjandi staða, þar sem sjórinn er kyrr- ari, og komið þar að meiri notum. Þá geta næringarefnin borizt upp til yfirborðsins, þegar sterkir fallstraumar fara yfir grunnsævi og sömuleiðis á svæðum, þar sem djúpsjór streymir upp með land- grunnsbrúnum. Af því, sem að framan greinir, er ljóst, að það eru ekki hinir ein- stöku eiginleikar umhverfisins, heldur miklu fremur samspil þeirra allra, sem ráða því hve auðugt hvert Iiafsvæði er. Þannig geta t. d. lóðréttar hreyfingar stuðlað að því að bera svifinu nær- ingarefni, en jafnframt orðið til þess, að svifið berist niður fyrir j afnvægisdýpið. Rannsóknir á plöntusvifi við Island eru ennþá stutt á veg komnar, enda hafa það aðallega verið útlendingar, sem að framkvæmd þeirra hafa staðið. Má þar einkum nefna Danina Ostenfeld, Paulsen og Steeman Nielsen og Þjóðverjann Hentschel. Eini íslendingurinn, sem hefur fengizt við plöntusvifsrannsóknir við ísland fram til síðustu ára, er dr. Finnur Guðmundsson. Eftir rannsóknum þess- arra manna virðist plöntuframleiðslan ekki hefjast fyrr en í apríl- maí við strendur landsins, enda er sjórinn ekki lagskiptur fyrr en um það leyti árs. Eins og áður er sagt, dregur fljótlega úr plöntu- gróðrinum, þegar næringarefni yfirborðslaganna þrjóta. Undan- tekningar frá þessu finnast þó á nokkrum stöðum: á blöndunar- svæðunum við suðaustur- og norðvesturströndina, á nokkrum stöðum við suður- og vesturströndina, þar sem gætir uppstreymis af djúpsjó við landgrunnið, svo og út af annnesjum, þar sem fall- straumar eru sterkir. Á þessum stöðum hefur líka fundizt ríku- legur plöntugróður fram eftir sumri. Enn hefur lítið verið rætt um jaau áhrif, sem dýrasvifið eða þau dýr, sem hafa plöntusvifið að næringu, hafa á útlit og eðli plöntu- svifsins á hverjum stað. Má geta þess, að strax og kísilþörunga- gróðurinn er um það bil að ná hámarki sínu að vorinu, fer að bera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.