Náttúrufræðingurinn - 1957, Síða 20
14
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
á dýrasvifinu eða átunni. Um leið og magn átunnar eykst fer
plöntusvifið hraðminnkandi.
Af því, sem að framan greinir, er sýnilegt, að rannsóknir á
plöntusvifi sjávarins er þýðingarmikill þáttur til þekkingar á lífs-
skilyrðum dýrasvifsins, sem aftur er undirstaða ýmissa nytjafiska,
t. d. síldarinnar. Til þess að kunna skil á því, hvað veldur stórum
eða litlum árgöngum í fiskistofnunum, þurfum við að rannsaka
ástand sjávarins og þær breytingar, sem á því verða og jafnframt
plöntusvifið og dýrasvifið. Grundvöll að slíkum margþættum rann-
sóknum er nú verið að leggja í Fiskideildinni, og gerum við okkur
vonir um, að þær verði efldar til stórra muna í framtíðinni.
K. E. Bullen:
Astand efnisins í iðrum jarðar
Keith Edward Bullen er prófessor í stærðfræði við háskólann í Sydney í Ástra-
líu. Hann kom til íslands í apríl 1956, og flutti þá erindi á fundi Hins íslenzka
náttúrufræðifélags. Siðar hefur hann sent Náttúrufræðingnum grein þá, er hér
birtist, en hún er um sama efni og erindið, er hann flutti. Eysteinn Tryggva-
son, veðurfræðingur, hefur snúið greininni á íslenzku.
Á undanförnum áratugum hafa menn komizt að raun am, að
jarðskjálftafræðin veitir ekki einungis upplýsingar um jarðskjaift-
ana sjálfa og eðli þeirra, lieldur er hún þýðingarmesta undirstaða
undir þekkingu vorri á ástandi því, sem ríkir í iðrum jarðar.
Miklir jarðskjálftar senda tvær tegundir af bylgjum gegnum und-
irdjúp jarðarinnar. Þetta eru P-bylgjur, sem eru samþjöppunar-
bylgjur (langbylgjur, svipaðar hljóðbylgjum), og S-bylgjur, sem ber-
ast hægar og eru þverbylgjur. Hraði þeirra <x og /3 er sem næst því,
sem þessar jöfnur gefa:
3k + 4p
og