Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1957, Side 23

Náttúrufræðingurinn - 1957, Side 23
ÁSTAND EFNISINS í IÐRUM JARÐAR 17 DÝPI 2. mynd. Þrýstingur, ósamþjappanleiki og festa í iðrum jarðar. km. Jeffreys hefur nýlega sýnt fram á, að sú dýpt er rétt, svo að ekki skakkar meiru en örfáum kílómetrum. Ekki hefur tekizt að finna neinar S-bylgjur, sem borizt hafa gegnum kjarnann. Það ásamt fleiri upplýsingum bendir til, að kjarninn hafi sömu eiginleika og fljótandi efni (með tilliti til jarðskjálftabylgja), að minnsta kosti niður á um 5000 km dýpi frá yfirborði jarðarinnar. Svæði G, sem Iiefir um 1250 km geisla, er innri kjarninn (inner core). Það var fyrst árið 1936, að danskur jarðskjálftafræðingur, magister Inge Lehmann, sýndi fram á, að til væri þessi innri kjarni. Svæði E er oft nefnt ytri kjarninn (outer core), þar eð betra nafn vantar. Rannsóknir Jeffreys benda til, að millisvæði F sé milli E og

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.