Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 27
RÖSKUN Á JAFNVÆGI í NÁTTÚRUNNI
21
er hér útdautt, en mœðiveikin hefur reynzt lífseig — og baráttan við
hana dýr og erfið. — Einu sinni var héramálið mikið hitamál í land-
inu. Virðulegum þingmönnum hljóp kapp í kinn, ekki síður en
þegar friðun rjúpu er á döfinni. Menn vissu, að hérasteik er herra-
mannsmatur og vildu sumir flytja inn héra lianda íslenzkum veiði-
mönnum. En kunnugt var líka, að hérar geta verið meinvættir í
skóglendi og görðum. Alþingi neitaði að leyfa innflutning héranna.
Ver tókst til í minkamálinu. Fjáraflamenn höfðu sannfrétt, að vest-
ur í Ameríku lifði sundmörður einn grimmur, hinn svonefndi
minkur, sem gæfi af sér dýrmætan loðfeld. Mikill áróður var haf-
inn. Náttúrufræðingurinn Guðmundur G. Bárðarson varaði við
slíkum innflutningi. Taldi hann sundmörð þennan skaðsemdar-
dýr, hættulegan fuglalífi landsins og jafnvel varasaman silunga-
stofninum í lækjum, ám og vötnum. Málsvarar loðdýranna töldu
liins vegar enga hættu á ferðum, þar eð dýrin myndu verða lokuð
rambyggilega inni í búrum. Og minkavinirnir sigruðu. Minkarnir
voru fluttir inn, settir í búr og sluppu út úr þeim sums staðar. Hér
var minkurinn í essinu sínu, hann átti enga hættulega óvini meðal
dýranna á íslandi, en gat ótruflaður veitt fugla og fiska, dreifðist
um landið og jók kyn sitt í ergi og gríð. Minkaeldið í búrunum
dróst hinsvegar saman og var loks bannað með öllu eins og hvert
annað „karakúl". En villiminkurinn lifir og er orðin plága, eins
og Guðm. Bárðarson o. fl. náttúrufræðingar höfðu sagt fyrir. Er
minkurinn nú orðin mesti vargur í varplöndum víða um land og
er fé lagt til höfuðs honum. Virðist erfitt að útrýma honum og er
ekki enn séð fyrir endann á „minkamálinu".
Hliðstæð dýrainnflutningsævintýri eru alkunn erlendis. Árið
1870 voru desmerdýr flutt til Yamaica í Vesturindíum — frá Ind-
landi. Desmerdýrin áttu að eyða rottum, sem gerðu mikinn usla á
.sykurökrum á Yamaica. Desmerdýrið er frægt, sem „Rikki-tikki-
tavi“ í sögum Kiplings, þar sem lýst er bardögum þess við slöngur.
Það drepur bæði slöngur og rottur. Desmerdýrin eyddu líka rott-
um sykurakranna með heiðri og sóma. En þegar rotturnar voru
lagðar að velli, vantaði desmerdýrin mat. Þeim fjölgaði óðum og
tóku nú að ráðast á fugla, ketti, hunda, eðlur og slöngur og réðust
líka inn í hænsnahús og grísastíur til fanga. Slæmt þótti að missa
grísina, hænsnin og önnur húsdýr, en dauði fuglanna og eðlanna
varð þó jafnvel örlagarikari. Ýms skaðsemdarskordýr, sem fuglarnir