Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 28

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 28
22 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN og skriðdýrin höfðu haldið í skefjura áður, urðu nú miklu ágeng- ari en fyrr, og sum lítt viðráðanleg plága. Þetta höfðu menn ekki séð fyrir. Kartöflubjallan nagar kartöflugrös til stórskemmda víða um lönd. En fyrir 100 árum var hún mesta friðsemdarskordýr, sem lifði aðeins á villtum jurtum af kartöfluætt, í héraðinu Colarado í vest- anverðri Norður-Ameríku. En svo tóku landnemar að rækta þar kartöflur. Kartöflujurtin var mýkri og næringarmeiri en villijurt- irnar og þetta fundu kartöflubjöllurnar. Og þegar þær voru „komn- ar á bragðið" var ekki að sökum að spyrja. Síðan hafa þær haldið sig að kartöflujurtinni og oft valdið stórtjóni — og breiðast stöð- ugt út með kartöflunum. Skjaldlýs o. fl. skordýr, sem dreifst hafa með jurtum til nýrra landa, breiðast þar stundum miklu örar út en í heimalandi sínu. í gömlu heimkynnunum lifðu oft á þeim ýmsir sníklar (t. d. sveppir eða gerlar), sem héldu þeim talsvert í skefjum. En ef skordýr sleppa til nýrra landa án sníklanna, má búast við óvenjulegri fjölgun og jafnframt meiri skemmdum en heima fyrir. — Hér lifa skjaldlýs einkum á gróðurhúsajurtum. Kálflugan barst hingað til lands um 1930, sennilega með rófum, og varð hér öllu skæðari en venjulega gerist á Norðurlöndum, e. t. v. vegna vöntunar á sníklum, en einnig af því, að hér eru minna stunduð sáðskipti eða skiptirækt en þar. Kartöflumyglan var til í hinu gamla heimkynni kartaflnanna í Andesfjöllum og fluttist með kartöflum til Evrópu, líklega fyrir rúmri öld. Hingað til lands fluttist myglan fyrir aldamótin. Oft veldur myglan miklu tjóni, og miklu stórfeldara tjóni á kartöflu- ökrum Evrópu en dæmi voru til fyrr á tímum vestra. Samt vill víst engin þjóð vera án kartöflunnar, þó að þessi böggull fylgi. í seinni tíð er oft reynt að útrýma skaðsemdardýrum með sníkl- um t. d. gerlum og sveppum. Ýmsir munu hér á landi hafa tekið eftir lasburða gluggaflugum, sem eru grárykugar utan, eða líkt og drifnar mjöli, einkum á haustin. Þessu veldur flugnasveppur, sem vex og dafnar inni í ílugunum og drepur þær að lokum. „Gráa ryk- ið“ er gró sveppsins og berst það auðveldlega milli flugnanna. Menn hafa beinlínis ræktað sníkjusveppi og smitað skordýr með þeim, t. d. makað lirfurnar í þeim. Reynt hefur líka verið að smita engi- sprettur með gerlum. En ekki gagnaði þetta lengi, því brátt komu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.