Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 30

Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 30
Jóhannes Áskelsson: r Myndir úr jarðfræði Islands VI Þrjár nýjar plöntur úr surtarbrandslögunum í Þórishliðarfjalli Um gróðurmenjar í jarðlögum í Þórishlíðarfjalli í Seldárdal var skrifað í Andvara 1946 (1) Jarðlagaskipun Þórishlíðarfjalls var þar rakin. Verður því aðeins lítillega drepið á hana hér, en vísað til Andvaragreinarinnar í því efni. Þórishlíðarfjall liggur vestanmegin við botn Selárdals, suðvest- ur frá bænum Uppsalir. Það er venjulegt vestfirzkt blágrýtisfjall, hlaðið úr hraunlögum með móbergskenndum millilögum. Sigurð- ur J. Gíslason, bóndi í Uppsölum, benti mér á fyrir nokkrum ár- 1. Mynd. Þórishlíðarfjall við Selárdal. Örin bendir á plöntulagið. Teikning eftir ljósmynd. The Mt. Þórishlíðarfjall. The arrow points at the fossiliferous layer. um, að áberandi blaðför væri að finna í einu millilaginu. Plöntu- lag þetta liggur í nálega 360 m liæð yfir sjó, en hæð fjallsins er, sam- kvæmt herforingjaráðskortinu, 500 m. Liggur því um það bil 140 m þykk blágrýtishella ofan á plöntulaginu. Millilagið, sem plöntu- steingervingarnir liggja í er um 20 m þykkt, en steingervingana hef ég aðeins fundið í 12—20 cm þykku smálagi, sem kemur í ljós um mitt millilagið. Steingervingalaginu má fylgja eftir endilangri fjalls-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.