Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 34

Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 34
26 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Asíutegundirnar hafa fleiri hliðarstrengi að jafnaði en Ameríku- og Evrópu-tegundirnar hafa. Blaðstilkur þeirra fyrrnefndu er einn- ig lengri en hinna síðartöldu. Fjöldi hliðarstrengjanna í þessu forna íslenzka beyki (um 18 samstæður) gæti minnt á Asíutegundirnar, að öðru leyti er svipurinn allur meiri með Ameríkutegundinni. Við allrækilegan samanburð á þessu íslenzka fornbeyki við nú- tíma beykitegundir, sem ég átti kost á að gera á grasasafninu í Kaup- mannahöfn (Botanisk Museum) í sumar sem leið, komst ég að þeirri niðurstöðu, að líkingin væri langmest með amerísku beykitegund- inni, Fagus ferruginea Ait. Til samanburðar er sýnd mynd af þessari tegund (mynd 3). Samræmið með þessum blöðum er svo mikið, að réttlætanlegt væri ef til vill að nefna íslenzka tréð sama nafni og það ameríska, en meðan samanburður við tertierar teg- undir hefur ekki verið gerður til fullnustu, verður að nægja að nefna íslenzka beykið ofangreindu nafni. Þó að sá samanburður leiddi til þess, að réttara væri talið að gefa íslenzka beykinu nýtt tegundarheiti mun Fagus ferruginea Ait. vera sú nútíma tegund, sem samsvarar þessari tertieru beykitegund úr surtarbrandslögun- um í Þórishlíðarfjalli. Nú á dögum vex Fagus ferruginea Ait. í austanverðri Norður- Ameríku, norðan frá Nýju Brúnsvík og suður í Flórída, og vestur í Missouri og Texas (6), þar sem hlýtemprað loftslag ríkir og næg úr- koma er fyrir hana allt árið, en enginn eiginlegur þurrkatími er. Mun láta nærri að meðalliiti kaldasta mánaðarins á þeim slóðum, sem beyki vex á sé frá 18°C og allt niður í 3°C (5) Fagus ferruginea Ait. verður allstórt tré, allt að 40 m á hæð. Tegundarinnar er oft getið í pleistocenum jarðlögum í Norður-Ameríku og jafnvel úr plíocenum myndunum, en mér er ekki kunnugt um hana eldri. Ég hef áður getið beykitegunda úr surtarbrandslögunum í Þór- ishlíðarfjall i, en þar er um aðrar tegundir að ræða en þá, sem hér er gerð að umtalsefni. Mun að því vikið síðar og á öðrum stað. Guðmundur Bárðarson getur þess, að hann hafi sent A. G. Nathorst í Stokkhólmi nokkur blaðför til ákvörðunar (3), sem hann hafi safnað úr brandlögunum í Hrútagili í Mókollsdal. Meðal þeirra kveður Nathorst að verið hafi tvær beykitegundir. Fagus antipofii Heer og F. macrophylla Heer. Áður höfðu Oswald Heer borizt nokkur brot af blaðförum frá Brjánslæk, sem hann taldi að verið gæti af beyki, en vegna þess hve þau blaðför voru ófullkomin telur

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.