Náttúrufræðingurinn - 1957, Side 36
28
NÁTTÚRUFR.ÆÐINGUR1NN
telur vera af humalbeyki, er minna að treysta. Frá Norður-Ame-
ríku er humalbeyki þekkt frá öllum tímum hins tertiera tímabils
allt frá því á eocen, það er og vel þekkt úr pleistócenum jarðlögum
þar í álfu.
HIKKORÍA (CARYA).
Carya sp. Þetta er aðeins brot af efsta smáblaði hikkoriutrés. Við
nákvæman samanburð á þessu blaðbroti og blöðum af hikkoríu
og valhnotutré, og um aðrar ættkvíslir er varla að ræða, reyndist
samræmið betra við hikkoríublöðin. Hinar aðdregnu rendur smá-
blaðsins við grunninn og greining æðastrengjanna í blaðröndinni
eru hvorttveggja ákvörðunareinkenni, sem koma betur heim við
blöð af hikkoríu en valhnotutré. Frjókorn af hikkoríugerð hafa
áður fundizt í brandlögunum hjá Brjánslæk (2), svo tvær ólíkar
stoðir eru nú fyrir því, að þetta „öndurtré" hafi vaxið liér á landi
á tertiera tímabilinu. Af ættkvíslinni Carya eru nú taldar 17 teg-
undir og vaxa 15 þeirra í austanverðri Norður-Ameríku, önnur
hinna tveggja vex í Mexico og hin í Suður-Kína. Að svo komnu
er ekki hægt að segja um, hvort nokkur þessara tegunda ber svip
af hinu íslenzka öndurtré. Til þess skortir enn á samanburðinn.
Allmargra tegunda af ættkvíslinni hefur verið getið úr tertierum
og kvarterum jarðlögum Norður-Ameríku og Evrópu. Hið íslenzka
blaðbrot hefur enn ekki verið borið saman við neina þeirra.
HEIMILDARIT - REFERENCES
1. Áskelsson, Jóhannes: Um gróðurmenjar í Þórishlíðarfjalli við Selárdal.
Andvari, Reykjavík, 1946.
2. Áskelsson, Jóhannes: Myndir úr jarðfræði íslands IV. Náttúrufræðingur-
inn, 25. árg., 1. li. Rvík, 1956.
3. Bárðarson, G. G.: Um surtarbrand. Andvari, Reykjavík, 1918.
4. Heer, OswalcL: Flora Fossilis Arctica Zurich, 1868.
5. LaMotte, R. S.: The Upper Cedarville Flora of Northwestern Nevada and
Adjacent California. Contribution to Palæontology V. Carnegie Institu-
tion of Washington, 1936.
6. Wodehouse, R. P.: Hayfever Plants. Walthawn, Mass., U.S.A., 1945.