Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1957, Síða 38

Náttúrufræðingurinn - 1957, Síða 38
Aðalsteinn Sigurðsson: Endurvöxtur í dýraríkinu Hjá flestum eða öllum dýrum finnst eiginleikinn til að mynda aftur tapaða líkamshluta. Þó hafa þau þennan eiginleika í mjög misjafnlega ríkum mæli, og innan sömu tegundar verður hans oft- ast meira vart hjá ungu kynslóðinni. Þessi endurmyndun hefur verið kölluð endurvöxtur á íslenzku, en regeneration á vísindamáli. Endurvöxturinn er fastur liður í lífi marga dýra. Þannig skipta öll hryggdýr, sem á landi lifa, stöðugt eða með vissu millibili þar til lífinu líkur, um hornhúðina á yfirborði líkamans. Þá þarfnast rauðu blóðkornin stöðugrar endurnýjunar. Það er tal- ið, að um 80 milljónir rauðra blóðkorna myndist á sekúndu hverri í líkama fullorðins manns. Margt fleira mætti telja til dæmis um endurvöxt undir venjuleg- um kringumstæðum, svo sem tannskipti hjá flestum hryggdýrum, frumumyndun í mörgum kirtlum o. fl. Svo eru ýmis dýr, sem geta losað af sér vissa líkamshluta, en þeir vaxa síðan aftur. Gott dæmi um þetta má finna hjá eðlunum, sem geta flestar brotið af sér stærri eða minni hluta af halanum, en hann vex svo aftur og verður að ytra útliti eins og áður. Þetta nota eðl- urnar til varnar, t. d. ef tekið er í halann, geta þær losað sig á þenn- an hátt. Hjá hryggleysingjum má finna mörg dæmi hliðstæð þessu. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að hjá mörgum dýrum, að manninum meðtöldum, valda sár því að frumurnar í aðliggjandi vefjum fara að skipta sér og fylla smámsaman upp í sárið, ef það er ekki allt of stórt og annað er ekki til fyrirstöðu. En hér kemur glöggt fram hinn mikli munur á endurvaxtarhæfileikum hinna mis- munandi dýra, því að lijá sumum vaxa heil líffæri aftur, þótt dýrin tapi þeim eða jafnvel mikill hluti líkamans, en hjá öðrum grær í mesta lagi sárið, sem myndast við tap líffærisins. Hryggleysingjar eru yfirleitt gæddir meiri endurvaxtarmætti en hryggdýrin. Hjá flestum hryggdýrum er endurvaxtarmátturinn svo lítill, að

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.