Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 42

Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 42
34 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN plöturnar urðu margar, og síðan vex hver hluti og verður að nýjum einstaklingi. Það mætti lengi halda áfram að tína til dæmi um endurvöxt hjá hryggleysingjum, en hér skal aðeins tekið eitt í viðbót, vegna þess að það er dálítið sérstætt. Það eru svampar (Spongiæ), sem um er að ræða. Hægt er að pressa þá í gegnum þétta síu, svo að frum- urnar rifni að miklu leyti hver frá annarri. Eftir þessa meðferð geta þær samt sameinast og myndað svamp með fullum lífsþrótti. Sitt af hverju Sérkennilegur griðastaður. Fiskurinn Fierasfer acus, sem lifir í Miðjarðarhafinu, er frægur fyrir hina einkennilegu lifnaðarhætti sína. Hann sækist nefnilega ekki eftir, eins og aðrir fiskar, að synda frjáls fram og aftur, eða fela sig á bak við steina eða þörunga, heldur leitar uppi sæbjúga og fer að rjála við afturenda þess. Það virðist næstum því eins og hann reyni að opna endaþarminn svolítið með höfðinu. Undir eins og það hefur tekizt, beygir hann hinn oddmjóa sporð sinn niður með búknum og borar sér inn í endaþarm sæbjúgans, og smámsaman mjakast fiskurinn aftur á bak inn í það. í hvert sinn er það opnar endaþarminn, til þess að endurnýja vatnið í öndunarfærunum, en þau eru í beinu sambandi við garnirnar, þokar fiskurinn sér svo- lítið lengra inn. Tekur þetta oft ekki nema fáeinar sekúndur, en stundum allt upp í 3 mínútur. Fiskurinn lætur sér ekki nægja að vera í görnunum, en leitar út í kviðarholið. Að lokum er hann kominn alveg inn, og á sér þarna ágætan griðastað, enginn getur fundið hann. Þaðan fer hann svo ekki fyrr en nóttin er skollin á. Þá kemur hann fram úr fylgsni sínu í fæðuleit. Þegar hann er orð- inn saddur, skríður hann aftur inn í hið örugga fylgsni sitt. (Dyrenes Verden. Fisk II, Köbenhavn 1939, eftir Ingvald Lieberkind) Aðalsteinn Sigurðsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.