Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 45

Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 45
SITT AF HVERJU 37 grasafræðingar eru fáir og þarfnast aðstoðar áhugamanna. Líklega vex öspin víðar um landið. Notið augu og eyru, skógarverðir og áhugamenn! Nauðsyn ber til að girða og friða asparsvæðið í Jórvík í Breiðdal sem fyrst. Ingólfur Daviðsson. Manna. Manna hefur verið þekkt frá ómunatíð meðal þeirra þjóða, er byggja löndin fyrir botni Miðjarðarhafsins, og hefur það verið notað af þeim, sem sætindi eða oftar sem lækningalyf. Orðið manna er að vísu notað nokkuð frjálslega um ýmislegt, en þó mun það að jafnaði haft um sæta kvoðu, er vætlað hefur út úr sumum jurt- um. Oft eru orsakirnar til kvoðumyndunarinnar óþekktar, í öðr- um tilfellum er það jurtasafinn, sem vætlar út um göt, er smá- skordýr hafa stungið í blöð og stöngla jurtarinnar, og stundum er sú kvoða jafnvel mynduð fyrir tilverknað mannanna sjálfra, sem tappa hana úr jurtum, t. d. úr hinum svonefnda „mannaaski“ (Fraxinus ornus). Einnig er sú kvoða nefnd manna, sem skorkvik- indi nokkur framleiða og skilja eftir á jurt eða lijúpa sig í, og að lokum hafa sveppir og sumar skófir verið kallaðar manna. Þannig sézt að orðið er notað yfir hina óskyldustu hluti og stundum yfir þau náttúrundur, sem hafa jöfnum höndum verið kölluð hunangs- fall eða hunangsdögg. Enda virðist það eitt vera þessum hlutum sameiginlegt í ímyndun fólks, að hér sé um að ræða gjöf frá Guði, sem falli af himnum ofan. Þannig telur Magnús Stephensen í rit- gerð um meteora, hina sætu dropa á trjám og jurtum hér á landi, alloft vera „hið náttúrlega Manna sjálft“. Sú skoðun, að þessi sæta kvoða sé gjöf send af himnum ofan, hef- ur löngum verið ríkjandi meðal austurlandabúa, og hin elsta skráða heimild fyrir viðundri þessu er sjálft Gamlatestamentið, en þar segir svo: „En er upp létti döggmóðunni, lá eitthvað þunnt, smá- kornótt yfir eyðimörkinni, þunnt eins og héla á jörðu"--Þá sagði Móse við ísraelsmenn: „Þetta er brauðið, sem Jahve gefur yður til fæðu . . . Enginn má leifa neitt af því til morguns . . . leifðu sumir nokkuð af því til morguns, en þá kviknuðu maðkar í því . . . en þegar sólin skein heitt, bráðnaði það . . . Og ísraelsmenn kölluðu þetta brauð manna. Það líktist kóríander fræi, var hvítt og á bragðið sem hunangskaka“. (II Mósebók 16).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.