Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1957, Síða 46

Náttúrufræðingurinn - 1957, Síða 46
38 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Enda þótt lýsing Biblíunnar á fyrirbærinu sé of ógreinileg til þess að auðvelt sé að átta sig á því, hvers eðlis það manna var, sem ísraelsmenn neyttu í eyðimörkinni, þá hafa sumir látið sér detta í hug, að þar hafi verið um að ræða skóf eina (Lecanora esculenta), sem vex á steinum víða í Litlu-Asíu. í þurrkum losnar skófin og molnar í smáhluti, sem fjúka fyrir vindum og safnast saman í sprungum og gjótum. Skófin gat verið góð fæða hungruðum, en kemur ekki með dögginni, bráðnar ekki við sólu og verður ekki ormétin, eins og sveppir. En þess vegna hafa aðrir látið sér detta í hug, að manna biblíunnar hafi einmitt verið sveppur. Og þessu til stuðnings er talið, að í Arabíu finnast sveppagró í eyðimörkinni, sem innfæddir telja vera af Guði send. Eru þau hvít og sæt á bragðið, en bráðna í sólskini, og skríða þá út í ormum. Hvorki þessi sveppagró né heldur skordýrakvoðan mundi þó geta verið aðalfæðan fyrir stóran hóp manna í lengri tíma. En hafi ísraels- menn rekizt á einhverjar ofangreindar hunangsdaggir í eyðimörk- inni, hafa þær sannarlega getað orðið hungruðum hóp manna örv- un til þess að halda áfram ferðinni og neyta með meiri lyst þeirrar einhæfu fæðu, sem þeir höfðu að nesti sínu. Sturla Friðriksson. íslenzkir rannsóknarleiðangrar 1956. Á vegum Náttúrugripasafnsins störfuðu þeir Finnur Guðmunds- son, Guðmundur Kjartansson og Sigurður Þórarinsson. Finnur Guðmundsson vann að fuglarannsóknum og söfnun íugla í Mývatnsveit, í Þjórsárverum við Hofsjökul og í suðurhluta Strandasýslu. í maí dvaldist hann um vikutíma í Mývatnssveit og safnaði öndum í vorbúningi. Síðustu viku maímánaðar vann hann að rannsóknum á varpháttum heiðagæsarinnar í Þjórsárverum við Hofsjökul. Auk hans tóku þátt í þeim leiðangri menntaskólanem- endurnir Agnar Ingólfsson og Jón Baldur Sigurðsson, og ennfrem- ur Björn Björnsson frá Norðfirði, sem var ljósmyndari leiðangurs- ins. Bandaríkjaher á Keflavíkurflugvelli lagði til tvær þyrilvængj- ur og annan útbúnað, sem til leiðangursins þurfti. í júní vann Finnur um þriggja vikna skeið að fuglarannsóknunt og söfnun í sunnanverðri Strandasýslu, allt norður til Bjarnarfjarðar. Aðstoðar-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.