Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 48

Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 48
40 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 4. Dr. M. Vuagnat frá háskólanum í Genf fékkst við jarðfræði- rannsóknir víðs vegar um landið og rannsakaði einkum bólstra- berg. 5. Dr. G. Walker frá Lundúna-háskóla hélt áfram rannsóknum sínum á basaltlögum á Austfjörðum. Með honum störfuðu þrír brezkir jarðfræðistúdentar. 6. Tveir jarðfræðistúdentar frá Bristol-háskóla gerðu athuganir á basalti í fjöllunum milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. 7. Um 60 brezkir skólapiltar æfðu útiveru og náttúruskoðun við Hagavatn. (Frá Rannsóknaráði ríkisins). Náttúrufrœðingar Ijúka prófi. Síðustu árin hafa bætzt allmargir í hóp íslenzkra náttúrufræð- inga. Verða hér taldir þeir, er lokið hafa prófi í grasafræði og dýra- fræði undanfarin ár og ekki hefur áður verið getið hér í ritinu. Pétur Jónasson, mag. scient., í dýrafræði við háskólann í Kaup- mannahöfn, 1952. Sérgrein: vatnalíffræði (zooplankton). Starfar við rannsóknastöðina í Hilleröd á Sjálandi. Svanliildur Jónsdóttir, mag. scient., í grasafræði við liáskólann í Kaupmannahöfn, 1953. Sérgrein: fléttur (Lichenes). Hlaut gull- heiðurspening sama háskóla fyrir ritgerð um íslenzkar fléttur. Dvel- ur í Danmörku. Jakob Magnússon, dr. phil., í dýrafræði við háskólann í Kiel, 1955. Sérgrein: fiskifræði. Starfar við Fiskideilcl Atvinnudeildar Háskólans. Sigurður Jónsson, lic. es sc., í grasafræði við Sorbonne-háskólann í París, 1955. Sérgrein: jurtalífeðlisfræði. Dvelur í París. Halldór Þormar, mag. scient., í dýrafræði við háskólann í Kaup- mannahöfn, 1956. Sérgrein: dýralífeðlisfræði. Starfar við rann- sóknastöðina á Keldum. Högni Böðvarsson, dr. phil., í dýrafræði við háskólann í Kiel 1956. Sérgrein: skordýrafræði. Starfar við háskólann í Lundi. Jakob Jakobsson, B.S. í dýrafræði við háskólann í Glasgow, 1956. Sérgrein: fiskifræði. Starfar við Fiskideild Atvinnudeildar Háskól- ans. Þórunn Þórðardóttir, mag. scient., í grasafræði við háskólann í

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.