Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 49
SITT AF HVERJU
41
Osló, 1956. Sérgrein: Haflíffræði (phytoplankton). Starfar við Fiski-
deild Atvinnudeildar háskólans.
Sigurður Pétursson.
Félagsmál.
JÓ7i Hjálmsson, verkamaður, er síðast bjó í Bröttugötu 6 í
Reykjavík og andaðist 25. apríl 1956, eftirlét Hinu íslenzka nátt-
úrufræðifélagi allar eigur sínar. Er þessi gjöf um 20 þúsund krónur,
mest í peningum, en að nokkru leyti í bókum, og þar með allur
Náttúrufræðingurinn, sem nú er orðinn fágæt eign. Jón Hjálmsson
var unnandi náttúrufræða. Hann gerðist ævifélagi í Hinu íslenzka
náttúrufræðifélagi árið 1946 og var virkur meðlimur þess til hins
síðasta.
Félagið minnist tryggðar Jóns Hjálmssonar með þakklæti fyrir
gjöf hans, sem mun verða félaginu rnikill styrkur.
Höfunda- og efnisskrá Náttúrufræðingsins yfir 25 fyrstu áragang-
ana, 1931-1955, kemur út með þessu hefti. Skrárnar eru ca 4 arkir að
stærð með sérstöku blaðsíðutali. Sendast þær sem kaupbætir öllum
áskrifendum Náttúrufræðingsins.
Sigurður Pétursson.
MARTIN SCHWARZBACH: Geologenfahrten in Island. 67 bls. 53 myndir
og 1 kort. Georg Fischers Verlag, Wittlich (Eifel) 1956.
Allt frá dögum Roberts liunsens og Sartoriusar von Waltershausen hafa
þýzkir vísindamenn lagt drjúgan skerf til jarðfræði- og landafræðirannsókna
á íslandi og skrifað fjölmargt um þær rannsóknir, bæði bækur og ritgerðir.
Einkum kvað mikið að rannsóknum þýzkra jarðfræðinga liér á landi á fyrsta
áratug þessarar aldar. Þá störfuðu hér jarðfræðingarnir W. v. Knebel, H. Reck,
K. Sapper, H. Spethmann, M. v. Komorowicz o. fl. Erá millistríðsárunum má
nefna W. Ivan, F. Bernauer, O. Niemczyk og E. M. Todtmann. Todtmann
tók upp rannsóknir hér að nýju eftir aðra heimsstyrjöldina. Nú liefur nýr
maður bætzt í hóp þeirra þýzku jarðfræðinga, er leggja leið sína hingað til
rannsókna. Sá er Martin Schwarzbach, prófessor við Kölnarháskóla. Schwarz-
bacli hefur dvalið hér tvö sumur, 1954 og 1955 og ferðazt víða um landið,