Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1969, Side 10

Náttúrufræðingurinn - 1969, Side 10
4 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN úti í högunum og fram með þjóðvegunum morar allt í syngjandi þistilfinkum, þessum óvenjulega litfagra spörfugli. — Við og við bregður fyrir sjónir Italiusþör með brúnu húfuna; hann er hér staðgengill grdsþörs- ins, sem er algengur á megin- landi Evrópu. Bærinn Calvi liggur við logn- sælan flóa í skjóli klettahöfðans Revellata. I vitanum á höfðan- um velja bláþröstungshjón sér gjarnan varpstað. Og skammt þar lrá finnast turnfálkahreiður og sþarrhaukshreiður. Þegar siglt er til bæjarins, getur að líta nokkra 3. mynd. Turnfálki. hella í klettunum. í góðu veðri er auðvelt að komast inn í þessa liella. Á klettasyllununr verpir hjargdúfan, ,sem álitin er formóðir tömdu dúfunnar. Innst við klettahöfðann er víð jarðsprunga. Er dembt í hana öllu sorpi og öllum úrgangi, sem bærinn þarf að losa sig við. Hér getur að líta heila lierdeild af hröfnum. Er auð- sætt, að hrafnarnir vinna þarna mikið þrifnaðarstarf í þágu bæjar- ins, jafnframt því sem jjeir hafa sjálfir nóg að bíta og brenna. Þeir eru gæfir og gera sér hreiður á klettastöllum þar skammt frá, svo að segja rétt við jjjóðveginn. Sums staðar sést á kollana á ungun- um Jreirra, þegar þeir eru að bylta sér í hreiðrinu, sem er ekki annað en ofurlítil dyngja af kvistum og greinabútum. En það eru fleiri dýr en hrafnarnir, sem hafa lífsviðurværi sitt í sorpstöðinni og í grennd við hana. Mörg skordýr eiga þarna sældardaga, en jjau verða líka kviðfylli fyrir margan spörfuglinn. Mariuerlan og nœfurfinkan hremma skordýrin á flugi. Og það lætur hátt í múr- svölungum og alþasvölungum. Á þjóðveginum eru tordyflarnir önnum kafnir við að velta áburðarkúlum, eins og þeirra er venja áður en varpið hefst, því að kúlurnar eru næringarforði handa lirfunum, er jjær koma úr egginu. Hvarvetna er fjölbreytt gróðurlíf í margvíslegum litum. í skurð-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.