Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 25

Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 25
NÁT T Ú RU F RÆÐINGURINN 19 um áttum eru stórir hlutar Norðurlands í vari, vegna hinna háu strandfjalla. Norðlægar og vestlægar áttir eru hins vegar oftast þurrar, vegna þess að þær koma af köldu hafi eða ísbreiðum og fara ört hlýn- andi. Af þessum sökum er þess að vænta, að á suðausturströnd landsins sé loftslag hafrænast, en landrænast í innsveitum í eystri hluta Norðurlands. Eins og áður getur, ákvarðast loftslagstegundirnar einkum af úrkomumagni og hitastigsmismun. Venjulegar ársúrkomutölur og úrkomukort gefa þó, ein sér, ekki nægar upplýsingar um loftslags- mismuninn, og það gera liitastigsmeðaltöl eða mismunur þeirra ekki heldur. Því hafa fræðimenn reynt að finna eitthvert hlutfall þessara og annarra veðurfarsþátta, sem nota mætti til að tákna lofts- lagið með. Einhver kunnasta formúlan af því tagi er sú, sem kennd er við Finnann Kotilainen (Kotilainen 1933), en hún er á þessa leið: 100 A Hér merkir N meðalársúrkomuna í mm; dt meðalfjölda vor- og haustdaga á ári (skilgreint sem fjöldi daga með meðalhita milli 0° og 10°) og loks merkir A meðalmismun á hitastigum heitasta og kaldasta mánaðarins. Það sem einkum torveldar notkun þessarar formúlu hér á landi er, að stærðin dt er ekki gefin upp í veðurskýrslum, en samkvæmt athugun Norðmannsins Godske (Godske 1945) er þó liægt að finna þessa stærð með sæmilegri nákvæmni á eftirfarandi hátt: Dregið er línurit fyrir meðalhitastig mánaðanna (árshitakúrfa), og síðan mælt bilið frá þeim tírna, er hitakúrfan er fyrst pósitíf á vorin, til þess, er hún fer yfir 10° línuna, og síðan aftur frá því, er hún fer niður fyrir 10° á haustin, þar til hún verður negatíf á ný, og tíma- bil þessi síðan lögð saman. í stað þess að nota þessa seinlegu að- ferð, stingur Godske upp á því, að nota fjölda daga með úrkomu milli 0,1 og 1 mm. Slík meðaltöl finnast þó ekki heldur í íslenzk- um veðurskýrslum og korna því ekki til mála hér. Annar augljós galli á formúlu Kotilainens kemur í ljós við notk- un hennar hér, en það er hitabil það, sem hann velur stærðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.