Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1969, Qupperneq 25

Náttúrufræðingurinn - 1969, Qupperneq 25
NÁT T Ú RU F RÆÐINGURINN 19 um áttum eru stórir hlutar Norðurlands í vari, vegna hinna háu strandfjalla. Norðlægar og vestlægar áttir eru hins vegar oftast þurrar, vegna þess að þær koma af köldu hafi eða ísbreiðum og fara ört hlýn- andi. Af þessum sökum er þess að vænta, að á suðausturströnd landsins sé loftslag hafrænast, en landrænast í innsveitum í eystri hluta Norðurlands. Eins og áður getur, ákvarðast loftslagstegundirnar einkum af úrkomumagni og hitastigsmismun. Venjulegar ársúrkomutölur og úrkomukort gefa þó, ein sér, ekki nægar upplýsingar um loftslags- mismuninn, og það gera liitastigsmeðaltöl eða mismunur þeirra ekki heldur. Því hafa fræðimenn reynt að finna eitthvert hlutfall þessara og annarra veðurfarsþátta, sem nota mætti til að tákna lofts- lagið með. Einhver kunnasta formúlan af því tagi er sú, sem kennd er við Finnann Kotilainen (Kotilainen 1933), en hún er á þessa leið: 100 A Hér merkir N meðalársúrkomuna í mm; dt meðalfjölda vor- og haustdaga á ári (skilgreint sem fjöldi daga með meðalhita milli 0° og 10°) og loks merkir A meðalmismun á hitastigum heitasta og kaldasta mánaðarins. Það sem einkum torveldar notkun þessarar formúlu hér á landi er, að stærðin dt er ekki gefin upp í veðurskýrslum, en samkvæmt athugun Norðmannsins Godske (Godske 1945) er þó liægt að finna þessa stærð með sæmilegri nákvæmni á eftirfarandi hátt: Dregið er línurit fyrir meðalhitastig mánaðanna (árshitakúrfa), og síðan mælt bilið frá þeim tírna, er hitakúrfan er fyrst pósitíf á vorin, til þess, er hún fer yfir 10° línuna, og síðan aftur frá því, er hún fer niður fyrir 10° á haustin, þar til hún verður negatíf á ný, og tíma- bil þessi síðan lögð saman. í stað þess að nota þessa seinlegu að- ferð, stingur Godske upp á því, að nota fjölda daga með úrkomu milli 0,1 og 1 mm. Slík meðaltöl finnast þó ekki heldur í íslenzk- um veðurskýrslum og korna því ekki til mála hér. Annar augljós galli á formúlu Kotilainens kemur í ljós við notk- un hennar hér, en það er hitabil það, sem hann velur stærðinni

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.