Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 46

Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 46
stöðum Sigurðar Þórarinssonar (1971) er það um 2900 ára gamalt. Hitt lagið er hið svokallaða landnámslag og tal- ið vera frá því um 900 (Þórarinsson, 1968). Það er ljóst að neðan en dökkt að ofan og því auðþekkt þar sem það ekki er mjög þunnt. Ljósa lagið í áðurnefndu sniði nær miðju er 2—3 cm þykkt og mjög fínkornótt. Ljós- brot glersins reyndist n'1 = 1.5028, sem þýðir að það inniheldur urn 70% SiOL, (Moorhouse, 1959). Ljósbrot i plagioklasi reyndist ndz = 1.5515. Báð- ar þessar tölui' passa vel við H3 (Tóm- asson, 1967) og má því telja fullvíst að um H3 sé að ræða. Næst hraun- inu er lag af koluðum jurtaleifum 7—10 cm þykkt. í þessu lagi er tals- vert af greinum, stofnum og sprotum, sem unnt var að tína úr og líklega eru af víðitegundum, lyngi eða fjall- drapa. Tók ég þarna sýni árið 1973 og sendi til Uppsala í Svíþjóð þar sem Ingrid U. Olsson núverandi pró- fessor annaðist aldursákvörðun á þeirn. Niðurstöður voru á þessa leið: (U 2524) Helmingunartími 5570 ár, aldur 1075 ± 60 Ci4 ár. Helmingunartími 5730 ár, aldur 1105 ± 60 C» ár. Séu þessar tölur teknar eins og þær koma fyrir og helmingunartíminn 5570 notaður kemur í ljós að hraunið hafi runnið árið 875 eða árið eftir að Ingólfur Arnarson nam hér land. Einhverjum kann að finnast nóg um þessa tilgátu, en hún hefur nú hlotið nánari staðfestingu. Nýlega 5. mynd. Tvíbollahraun við Helgafell. Ljósa lagið undir hrauninu og bak við hníf- inn er landnámslagið, sem rennur saman við kolaðar gróðurleifar. 108
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.