Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 29
annars staðar hér við lancl en á
Breiðafirði eru að mestu unnar eftir
Tlie Zoology of Iceland (Madsen
1949, Stephensen 1937, 1938, 1939,
1940, Thorson 1941, Wesenberg-Lund
1937, 1951). Tegundir þessar hafa
fundist umhverfis land allt — nema
annað sé tekið fram.
S k e 1 d ý r
Kuðungar (Prosobranchia)
Acmea testudinalis (O. F. Miiller), oln-
bogaskel. Fannst um allan Breiðaljörð, á
23 stöðvum af 35. Algeng á st. 1, 2, 6, 10,
21, 30, 32. Fannst auk þess á st. 4, 8, 9,
12, 14, 16, 17, 18, 20, 24, 26, 27, 31, 33,
34, 35. Algeng bæði í allbrimasömum og
skjólsælum klettafjörum. Skríður um á
hörðu undirlagi, í neðri hluta klóþangs-
beltisins og efri hluta þarabeltisins.
Margarites helicinus (Phipps), gljásilfri.
Um allan Breiðafjörð, á alls 14 stöðvum.
Algeng á st. 6, 14, 17, 28, 29, 33, 34, 35.
Fannst auk þess á st. 2, 16, 20, 22, 27, 30.
Virðist algengari í sunnanverðum firðin-
um og í úteyjum, en í honum norðanverð-
um. Gljásilfri skríður um á steinum, þangi
og þara, í neðri hluta klóþangsbeltisins
og efri hluta þarabeltisins.
Lacuna divaricata (O. Fabricius), þara-
strútur. Fannst á þrernur stöðvum í
Breiðafirði, st. 6, 12, 34. Algengust í þara-
beltinu, en sækir upp í fjöruna, þar sem
er allbrimasamt.
Lacuna pallidula (Da Costa), kúfstrútur.
Fannst á 12 stöðvum. Algeng á st. 12, 34,
35. Fannst á st. 2, 3, 6, 16, 21, 2<j, 27, 31,
32. Mest á þangi og þara neðarlega i kló-
þangsbeltinu og efst í þarabeltinu.
Littorina obtusata (L.) (sensu lato), þang-
tloppa. Algeng um allan fjörðinn, var á
34 stöðvum, þ. e. öllum nerna st. 5. Fannst
á st. 25. Annars algeng. Lil'ir í hvcrs kon-
ar fjörum, nema á leirum og forðast fjör-
ur þar sem ferskvatns gætir verulega.
Skríður um alla fjöruna nema efst og
heldur sig mest á steinum og þangi, þar
sem gróskumikið þang er. — '141 þessarar
tegundar tel ég einnig „tegundina" Lil-
torina palliata (Say), möttuldoppu. Geysi-
legur breytileiki í hyrnulengd og sköpu-
lagi gerði það að verkum að ógerlegt var
að aðgreina þessar tvær „tegundir".
Littorina saxatilis (Olivi), klettadoppa.
Um allan fjörðinn, var algeng á 34 stöðv-
um en lannst ekki á st. 25. Lifir í hvers
konar fjörum, nema á fíngerðum leirum.
Heldur sig olarlega í fjörunni, á og undir
steinum og jiörungum.
Onoba aculeus (Gould), baugasnotra. Var
á 31 stöð í Breiðafirði. Fannst ekki á st.
1, 5, 25, 33, annars algeng. Heldur sig
lrekar neðarlega í allbrimasömum og
skjólsælum klóþangsfjörum, þar sem fersk-
vatnsáhrif eru ekki að ráði.
Skeneopsis planorbis (Fabricius), rnæru-
doppa. Um allan Breiðafjörð, var á 28
stöðvum og var þar algeng nema á st. 9,
16, 32. Fannst ekki á st. 5, 10, 11, 21, 22,
25, 29. Lifir neðarlega í klóþangsbeltinu
og ofarlega í þarabeltinu, í fjörum þar
sem ferskvatnsáhrif eru ekki veruleg.
Thais lapillus (L.), nákuðungur. Er í fjör-
um víðsvegar um Breiðafjörö, á 32 stöðv-
um. Fannst ekki á st. 2, 5, 25. Fannst á st.
8, 9, 10, 14, 21, 22, 23, 24, 31, 33, 35. Al-
gengur á öðrum stöðvum. Er í þangivöxn-
um klettafjörum, en forðast árósa.
Boreotrophon truncalus (Ström), gára-
dofri. Fannst á tveimur stöðvum 27 og 29,
neðarlega í klóþangsbeltinu. Áðalheim-
kynni gáradofra eru í þarabeltinu.
Buccinum undatum (L.), beitukóngur.
Fannst víða í fjörum Breiðafjarðar, alls á
21 stöð, st. 3, 6, 7, 10, 11, 13, 14, 15, 16,
17, 18, 19, 20, 21, 22, 23, 26, 27, 29, 30, 33.
Venjulega lifir beitukóngur neðan fjöru-
marka, en leitar upp í neðri hluta fjör-
unnar þar sem skjólsælt er og ferskvatns
gætir lítið.
Sam 1 okur (Lamellibranchia)
Mytilus edulis (L.), kræklingur. Var al-
gengur á 28 stöðvum í Breiðafirði. Fannst
91