Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 53

Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 53
Ekki er líklegt að hægt verði að auka mikið á greiningarhæfni þeirrá hefðbundnu erfðafræðilegu aðferða sem nú eru notaðar til rannsókna á manninum og öðrum æðri lífverum. Elins vegar er þess að vænta að hin nýja rannsóknartækni, sem lýst verð- ur hér á eftir, geri mönnum kleift að kanna erfðaefni æðri lífvera með rannsóknaraðferðum örveruerfðafræð- innar. Það er fyrir þessar sakir öðru fremur að menn tengja miklar vonir við hinar nýju aðferðir. Ný rannsóknaraðferð: Erfðaefni „ferjað“ milli tegunda Það var árið 1973 að fjórir banda- rískir vísindamenn skýrðu frá því í tímaritsgrein hvernig þeim hafði tek- ist að innlima DKS búta úr mismun- andi tegundum í sérstakar DKS sam- eindir sem ættaðar voru úr gerilfrum- um. (Cohen, Chang, Boyer og Hell- ing, 1973). Þetta var gert í tilrauna- glösum, utan lifandi fruma, en síðan var hið samskeytta erfðaefni flutt inn í lifandi gerilfrumur af tegundinni Escherichia coli (E. coli). Þar gat það fjölgað sér. 1 þessum fyrstu tilraunum var hið innlimaða erfðaefni úr mis- munandi geriltegundum, en skönnnu síðar voru bútar erfðaefnis úr dýra- frumum fluttir með sama hætti inn í gerilfrumur. Aðferð fjórmenninganna og önnur tæknibrögð af svipuðu tæi gera mönnum nú kleift að láta búta erfðaefnis úr hvaða lífverutegund sem er fjölga sér í gerilfrumum. Tvær meginforsendur lágu fyrir ])ví að slík tilraun gæti tekist. í fyrsta lagi ný þekking á efnaskiptum DKS sameinda, sem gerði mönnum mögu- legt að rjúfa og tengja saman tvöfalda DKS þræði. í öðru lagi þekking á svo- nefndum plasmíðum, en það eru til- tölulega litlar DKS sameindir sem fyrirfinnast í ýmsum gerilfrumum og eftirmyndast þar sem sjálfstæðar ein- ingar, aðskildar frá annarri kjarnsýru frumunnar. Hinar sérstöku DKS sam- eindir sem notaðar voru í fyrrnefnd- um tilraunum voru einmitt plasmíð- sameindir. Þær voru notaðar til þess að „ferja“ framandi gen inn í E. coli. En víkjum nú nánar að hvorri for- sendunni um sig. Skerðing DKS sameinda Efnaskipti DKS sameinda eru mjög flókin. Meðal þeirra lífhvata sem að þeim starfa eru hinir svonefndu skerð- andi kjarnsýrukljúfar eða skerðihvat- ar (restriction endonucleases). Þessir lífhvatar hafa þann eiginleika að geta rofið tvöfaldar DKS keðjur og bútað þær niður. Rof tekst þó einungis við sérstakar kirnisraðir. Skerðihvatarnir þekkja þessar raðir, ráðast á þær og „bíta“ þær í sundur. Þessir lífhvatar eru í rauninni hluti af nokkurs konar ónæmiskerfi geril- frunra. Gerlar af tegundinni E. coli eru t. d. næmir fyrir veirunni X, sem srnitar þá, fjölgar sér í þeim og getur valdið eyðingu þeirra. Við smitun er Jtað í rauninni kjarnsýra (DKS) veir- unnar sem flyst inn I gerilfrumuna og stýrir þar myndun nýrra veiru- agna. Til eru margir stofnar af E. coli. Meðal þeirra eru stofnarnir B og C. Veiran X getur fjölgað sér í báð- um þeirra. Sé veira sem ræktuð hefur verið á B stofninum látin smita þann sama stofn, tekst sýking venjulega vel 115
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.