Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 60

Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 60
áhættumestu tilrauna eru þá oftast taldar tilraunir sem varða flutning á erfðaefni sjúkdómsvaldandi gerla eða veira. En menn velta líka fyrir sér hvað hlotist gæti af tilraunum sem fólgnar væru í því að allt erfðaefni einhverrar tegundar, t. d. músar, flugu eða ígulkers, væri bútað niður í þús- undir smábúta sem síðan væru inn- limaðir í plasmíð og fluttir á þeim inn í gerilfrumur, t. d. frumur E. coli. Þessir gerlar næðu síðan að smita fólk. Gæti ekki hugsast að einhverjir þeirra reyndust skaðlegir fyrir manninn? Og hvað um gerla sem sérhæfðir kunna að hafa verið til þess að lramleiða ákveðnar hvítur heilkjörnunga, t. d. insúlín. Gætu þeir ekki orðið til óþurftar ef þeir fengju að leika laus- um hala og smita menn eða dýr? Og ekki má gleyma því að erfðaefni get- ur með ýmsu móti flust á milli geril- tegunda, jafnvel fjarskyldra tegunda. Því er og hugsanlegt að heilkjörnungs- gen sem upprunalega væru innlim- uð í plasmíð E. coli gætu borist til annarra geriltegunda og brátt komist í snertingu við ýmsar tegundir dýra og plantna í náttúrunni. Eru ekki vissar líkur á að einhver slíkra flæk- ingsgena mundu einhvers staðar valda afdrifaríkum breytingum sem jafnvel gætu orðið manninum til tjóns? Sumir gagnrýnendur hafa líka lagt ríka áherslu á það að með tilraunum af þessu tæi sé verið að brjóta niður þá múra sem þróunaröflin hafi á firnalöngum tíma reist á milli teg- unda, sérstaklega á milli tegunda dreifkjörnunga annars vegar og teg- unda heilkjörnunga hins vegar. Við náttúrlegar aðstæður skiptast ólíkar tegundir, a. m. k. ólíkar tegundir heil- kjörnunga, yfirleitt ekki á erfðaefni. Þetta er reyndar skilgreiningaratriði, a. m. k. þegar kynjaðar lífverur eiga í hlut: Stofnar sem ekki geta skipst á erfðaefni eru yfirleitt taldir til mis- munandi tegunda. En nú er allt í einu Itúið að finna upp aðferðir til þess að flytja erfða- efni á milli fjarskyldra tegunda; að vísu einungis búta erfðaefnis. Er ekki of áhættusamt að hrófla þannig við sköpunarverki þróunaraflanna? Er ekki ráðlegast að láta allt slíkt fikt bíða meiri þekkingar á eðli erfðaefn- isins? Þetta og ýmislegt fleira er fundið genaflutningstilraunum til foráttu. Fæstir þeirra sem að þessum tilraun- um starfa mundu vísa slíkri gagnrýni algerlega á bug. Elins vegar virðist það vera almenn skoðun þeirra að þeir meinbugir sem fram hafa komið rétt- læti alls ekki að tilraunirnar verði sl,öðvaðar með öllu. Þó beri að gæta fyllstu varúðar við framkvæmd þeirra. 1 raun og veru voru það sérfræð- ingarnir er að þessum tilraunum unnu sem urðu fyrstir til að taka það til rækilegrar athugunar hvort til- raunirnar kynnu að geta haft umtals- verðar hættur I för með sér. Þegar ár- ið 1975 héldu þeir ráðstefnu í Asilo- mar í Kaliforníu og komu sér saman um varúðarráðstafanir og reglur sem hlíta skyldi þegar slíkar tilraunir væru gerðar. I kjölfar þessa samkomulags fylgdu reglur settar af National Insti- tute of Health (NIH) í Bandaríkjun- um (sjá Norman, 1976). Er þeim fylgt þar í landi. Á Bretlandi hafa svipað- ar reglur verið settar og unnið er að því að semja sambærilegar reglur fyrir önnur Evrópulönd. Gert er ráð fyrir 122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.