Fréttablaðið - 06.06.2009, Side 1
HELGARÚTGÁFA
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI6. júní 2009 — 133. tölublað — 9. árgangur
sjómannadagurinnLAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2009
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
FERÐAMÁLASKÓLINN
ICELAND SCHOOL OF TOURISM
G ð
matur
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MAT ]
júní 2009
Hressandi í
heitu veðri
Brynjólfur Garðarsson,
yfirmatreiðslumeistari
Portsins í Kringlunni,
framreiðir gott og
fljótgert brauð og tvo
svalandi drykki.
BLS 6-7
ÍS
LE
N
SK
A
/S
IA
.I
S
/N
AT
4
40
74
1
0/
08
TÓNLIST 56
HELGARVIÐTAL 28
TVÖ SÉRBLÖÐ Í DAG
RANNSÓKNIR 30
Hefur gert merki-
legar uppgötvanir
um háfjallaveiki
Harpa Magnúsdóttir
er undirlautinant í
bandaríska hernum
Umhverfið er
okkar leikvöllur
Íslenskir strákar iðka
„Free Running“-íþróttina
MYNDAÞÁTTUR 40
KLASSÍSKAR
BAÐFATABOMBUR
LITIÐ UM ÖXL 32
VORTILTEKTREKKJUNNAR
LÍKUR Í DAG!
H E I L S U R Ú M
ALLT AÐ
50%
AFSLÁTTUR!
SUMARÞJÓNUSTA
Viðbótarsýning Frétta
Stöðvar 2 og Íslands í dag
kl. 21.00 alla virka daga
á Stöð 2 Extra
Gagnagrunnur
tonlist.is marg-
faldast að stærð SETJA SVIP Á MIÐBORGINA Leikur Íslands og Hollands í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu fer fram í kvöld en undanfarna daga hafa stuðningsmenn hollenska landsliðsins sett litríkan svip á miðborg Reykjavíkur. Þessir herramenn höfðu gert góð kaup í sölubás í Austurstræti í gærdag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
STJÓRNMÁL Ögmundur Jónasson
heilbrigðisráðherra efast um að
Seðlabanki Íslands eigi að vera
sjálfstæð stofnun áfram.
Hann segir í helgarviðtali við
Fréttablaðið að bankinn ætti að
hafa hagsmuni alls samfélagsins
undir. „Ef bankinn rís ekki undir
því að axla samfélagslega ábyrgð
sína, hvers vegna er hann þá ekki
færður aftur undir lýðræðislegt
ákvörðunarvald?“ spyr hann. Sjálf-
stæði Seðlabankans segir Ögmund-
ur hluta af peningahyggju liðinna
áratuga. „Þessi tími er á enda
runninn. Auðvitað á Seðlabank-
inn, eins og allar aðrar stofnanir í
lýðræðissamfélagi, að vera háður
þeim sem huga að almannahag.“
Um hvort til standi að breyta
lögum um bankann á kjörtíma-
bilinu, segir Ögmundur: „Ég held
að þegar við tölum um þetta kjör-
tímabil, eigum við aldrei að segja
aldrei um neitt. Allt hlýtur að
vera í stöðugri endurskoðun, lög
um Seðlabankann líka. Ef hann
er farinn að ganga gegn þjóðar-
hag, þá hljótum við að taka hans
starfsemi til endurskoðunar. Það
er sem betur fer ekki bannað með
lögum að breyta lögum.“
Spurður hvernig eigi að skapa
stöðugleika í efnahagsmálum utan
ESB, og þá sérstaklega í gjald-
miðlamálum, segir hann að þetta
þurfi að íhuga vel. „Ég hef ekki
komist að niðurstöðu í því. En ég
vil að við skoðum alla kosti.“
Gagnrýni á ríkisstjórnina, um
skort á gagnsæi og fleira, eigi að
taka alvarlega. Stjórnin sé þó rétt
að byrja. „Það er heilmikill tími til
stefnu því við ætlum að sitja hérna
næstu tólf árin.“ - kóþ / sjá 24 og 25
Lögum verði breytt
um Seðlabankann
Heilbrigðisráðherra útilokar ekki að lögum um Seðlabanka verði breytt. Bank-
inn eigi ekki að ganga gegn þjóðarhag. Hann hefur ekki gert upp hug sinn um
hvað geti komið í stað ESB-aðildar, en segir stjórnina ætla að sitja í tólf ár.
FÓLK Þorsteinn Gunnar Bjarnason
kvikmyndaleikstjóri gæti varla
óskað sér betri byrjun á ferlin-
um. Í fyrstu kvikmynd Þorsteins
í fullri lengd leikur Þórhallur Sig-
urðsson (Laddi) aðalhlutverkið
og mótleikari hans er Stefán Karl
Stefánsson. - fgg / sjá síðu 66
Stefán Karl og Laddi:
Saman í mynd