Fréttablaðið - 06.06.2009, Side 2

Fréttablaðið - 06.06.2009, Side 2
2 6. júní 2009 LAUGARDAGUR PARÍS, AP Brakið sem fannst um 650 kílómetra norðaustur af Bras- ilíu á þriðjudag mun ekki vera úr flugvél Air France sem hvarf á leið sinni frá Brasilíu til Frakk- lands á mánudag. Dominique Bussereau, samgönguráðherra Frakklands, gaf út yfirlýsingu þess efnis í gær. Allt leikur því enn á huldu um afdrif vélarinnar. Bussereau sagð- ist harma þá yfirlýsingu brasil- ískra leitarsveita, sem gefin var út á fimmtudag, að víst væri að brakið sem fannst væri úr vélinni. Hann hvatti til ítrustu varkárni í öllum yfirlýsingum um málið. Enn er leitað á sjó og úr lofti að flugvélinni. - kg Flugvélin sem týndist: Brakið ekki úr vél Air France LÖGREGLUMÁL Karlmaður á fimm- tugsaldri sem lögreglan handtók í vesturbæ Reykjavíkur í fyrrinótt fannst látinn í fangaklefa sínum á ellefta tíman- um í gærmorg- un. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins virðist sem mað- urinn hafi hengt sig með teppi. Maðurinn var færður í fanga- geymslu á fimmta tímanum eftir að hafa gengið berserksgang í húsi við Framnesveg. Nágrannar höfðu tilkynnt að hann væri með háreysti um miðja nótt og þegar lögregla kom á staðinn hafði hann lent í útistöðum við nágrannana. Maðurinn streittist á móti við handtöku og ógnaði meðal annars lögregluþjónunum með hnífi. Mað- urinn, sem hefur margoft komið við sögu lögreglu, var í annarlegu ástandi. Að sögn Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns kveða starfs- reglur á um það að fangaverðir skuli líta til með hverjum fanga á minnst tuttugu mínútna fresti. Nú verði þetta andlát rannsakað og kannað hvort ekki hafi verið eðli- lega að öllu staðið. Engar öryggismyndavélar eru í fangaklefum. Geir Jón segir það helgast af því að Persónuvernd hafi lagst gegn því. - sh Maður fannst látinn eftir að hafa verið handtekinn fyrir að ganga berserksgang: Fyrirfór sér í fangaklefanum GEIR JÓN ÞÓRISSON LÖGREGLUSTÖÐIN HVERFISGÖTU Komið var að manninum látnum í klefa sínum skömmu fyrir klukkan ellefu í gærmorg- un. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON EFNAHAGSMÁL Íslenska ríkið mun ábyrgjast um 640 milljarða króna skuld til Breta vegna Icesave- reikninga Landsbankans í Bret- landi og Hollandi, samkvæmt samkomulagi sem náðst hefur við bresk yfirvöld. Lánið mun bera 5,5 prósenta vexti á ári, en hvorki þarf að greiða afborganir né vexti næstu sjö ár. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra fékk fullt umboð ríkisstjórnarinnar í gær til að leiða málið til lykta. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins töldu fulltrúar í samn- inganefnd ríkisins sig með þessu tilboði vera komna á endastöð í viðræðunum. Annaðhvort yrði því tekið eða viðræðunum yrði slitið. Stjórnvöld vonast til að á þess- um sjö árum takist að selja eign- ir Landsbankans upp í skuldirn- ar. Jóhanna Sigurðardóttir segir erlend matsfyrirtæki telja að eign- irnar geti dugað fyrir 95 prósent- um skuldarinnar, en svartsýnustu spár geri ráð fyrir að fjórðungur skuldarinnar lendi á Íslendingum. Ekki fékkst uppgefið í gær hvort það mat tekur aðeins tillit til upp- haflegs höfuðstóls lánsins eða vaxta einnig. Það er tryggingasjóður inn- stæðueigenda sem tekur lánið, en vegna ríkisábyrgðarinnar þarf Alþingi að samþykkja lántökuna. Að árunum sjö liðnum skal lánið greiðast upp á næstu átta árum. Árlegir vextir munu í upphafi nema ríflega 35 milljörðum króna, en hafa ber í huga að þeir lækka með höfuðstólnum komi til þess að eignir verði seldar upp í skuldina á lánstímanum eins og líklegt er. Svavar Gestsson, formaður samninganefndarinnar, kynnti utanríkismálanefnd og þingflokk- um þessa tillögu að samkomulagi í gærmorgun. Stjórnarandstaðan deildi hart á ríkisstjórnina vegna málsins á Alþingi lungann úr gærdeginum. Hún krafðist þess að fallið yrði frá hefðbundinni dagskrá og fundi slit- ið svo unnt væri að taka málið til umræðu á þinginu. Steingrímur svaraði því til að Alþingi hefði fyrr á árinu veitt framkvæmdavaldinu umboð til að semja um málið, en að sjálfsögðu kæmi málið inn á borð þingsins þegar rætt yrði um ríkisábyrgð- ina og afstaða tekin til hennar. Stjórnarandstæðingum var mjög heitt í hamsi og þeir létu þung orð falla í garð stjórnarliða. Sérstak- lega var það gagnrýnt að á kynn- ingarfundi um samningaviðræð- urnar fyrir þingflokkum fyrr um daginn hafi trúnaður verið áskil- inn um efni viðræðnanna, en á sama tíma hefðu ráðherrar tjáð sig um efni þeirra í fjölmiðlum. Talað var um trúnaðarbrest, ógeðfellt leynimakk og pukur, blekkingar og landráð. stigur@frettabladid.is Vextir af Icesave-láni 35 milljarðar á ári Ríkið ábyrgist um 640 milljarða lán vegna Icesave. Ekki þarf að byrja að borga fyrr en eftir sjö ár. Samningamenn töldu sig komna á endastöð í viðræðunum. Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega að fá ekki að fjalla um málið á Alþingi. EFNAHAGSMÁL „Eignarhalds- og eigendastefnumálin eru hér í vinnslu og þess vonandi skammt að bíða að stefnumótun og reglur þar að lútandi verði birtar,“ segir Steingrím- ur J. Sigfússon fjármálaráð- herra. Formaður við- skiptanefndar, Álfheiður Inga- dóttir, hefur krafist þess að staðið verði við stjórnarsáttmála og mótuð eig- endastefna. Nýlegar mannaráðn- ingar bankanna, án þess að stöð- urnar hafi verið auglýstar, hafa komist í hámæli. „Bönkunum er ætlað að ástunda góða stjórnsýslu og viðhafa gagn- sæi og fagleg vinnubrögð,“ segir Steingrímur. „En fyrir einstakar ákvarðanir verða bankastjórar og bankaráð að svara.“ - kóþ Fjármálaráðherra um banka: Vonandi stutt í eigendastefnu STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Vill opna Græna lónið Kona að nafni Siiri Christine Graupne hefur óskað eftir lóð í Hafnarfirði og samstarfi við bæinn um rekstur á sjálfbæru húsi. Verkefnið ber enska heitið The Green lagoon – the center for sustainable living, eða Græna lónið – miðstöð fyrir sjálfbæran lífsstíl. Nöfn hringtorga Bæjaryfirvöld á Akranesi munu innan skamms auglýsa samkeppni um nöfn á hringtorg bæjarins. Tólf afgirtar landnámshænur Kona ein í Mýrdalshreppi hefur fengið heimild sveitarstjórnar til að halda 12 íslenskar landnámshænur við gisti- heimilið Norður-Vík með því skilyrði að hænurnar verði á afmörkuðu og afgirtu svæði. SVEITARSTJÓRNARMÁL SVEITARSTJÓRNIR „Námsmenn af landsbyggðinni eyða hverri krónu á höfuðborgarsvæðinu í húsaleigu og kaup á annarri þjónustu og því ekki nema sanngjarnt að þeir njóti sömu kjara hjá höfuðborgar- sveitarfélögunum og þeirra eigin íbúar,“ segir í svari til Stúdenta- ráðs Háskóla Íslands frá sveitar- stjórn Mýrdalshrepps sem kveðst ekki telja eðlilegt að hreppurinn niðurgreiði rekstur almennings- samgangna í höfuðborginni. „Meginhluti menntastofnana Íslendinga er á höfuðborgarsvæð- inu og sveitarfélögin þar hagnast á því að fá unga fólkið okkar til sín í nám,“ segja Mýrdælingar. - gar Sveitarstjórn Mýrdalshrepps: Niðurgreiðum ekki strætó Á ALÞINGI Hart hefur verið tekist á um Icesave og fleiri mál á Alþingi síðustu daga. Hefur þar reynt á þol Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra til svara. FRÁTTABLAÐIÐ/ANTON LÖGREGLUMÁL Maður á miðjum aldri var stunginn í öxlina í íbúð að Hafnarstræti á Akureyri um klukkan rúmlega sex í gærdag. Að sögn Gunnars Jóhannssonar, lögreglufulltrúa lögreglunnar á Akureyri, sat maðurinn að sumbli ásamt öðrum karli og konu þegar til deilna kom með fyrrgreindum afleiðingum. Hann er þó ekki talin alvarlega slasaður. Bæði árásarmaðurinn og fórnar- lambið hlupu út á götu eftir árás- ina og mátti sjá blóðslettur um strætið. Lögreglan lokaði götunni og bað íbúa í húsinu, þar sem atvikið átti sér stað, að halda sig inni meðan lögreglan var að átta sig á því hvað gerst hefði. Árásarmaðurinn var síðan tekinn höndum og farið með hann niður á lögreglustöð. Hann reyndist hins vegar ekki vera í ástandi til að standa í yfirheyrsl- um svo þær voru látnar bíða uns hann væri búinn að sofa úr sér. Að sögn Gunnars er maðurinn 49 ára gamall og hefur oft komið við sögu lögreglunnar fyrir óreglusak- ir. Konan var einnig óviðræðuhæf vegna ölvunar og var því einnig látinn sofa úr sér á lögreglustöð. - jse Hnífstunga á Akureyri um kvöldmatarleytið í gær: Gripið til hnífs í drykkjudeilu UMMERKI UM HNÍFSTUNGUNA Fórnarlambið hljóp alblóðugt út á götu eftir árásina í gær. Það gerði árásarmaður einnig en náðist fljótlega. MYND/ÖRLYGUR HNEFILL EFNAHAGSMÁL „Samningurinn verður sennilega undirritaður í kvöld eða nótt, ég er samt að vona ekki,“ sagði Sig- mundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknar- flokksins í gær- kvöldi. Hann segir samning- inn afar slæm- an. „Reyndar hafa breskir sem og íslensk- ir lögfræðingar haldið því fram að íslenska ríkinu beri ekki að axla þessa ábyrgð en þarna erum við að afsala okkur þeim möguleika. En síðan eru vextirnir alltof háir, 5,5 prósent. Alveg á svo eftir að koma í ljós hvaða áhrif þetta hefur á láns- hæfismat ríkisins og síðan gjald- miðilinn,“ og telur í því samhengi vert að hafa í huga að milljarð- arnir 640 séu reiknaðir út frá gengi Seðlabankans. „Ef gengið fellur þá hækkar þessi upphæð allverulega.“ - jse Samningar um Icesave: Óttast að þeir semji af sér SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON SPURNING DAGSINS Jóhannes, fór pungurinn eitt- hvað illa í stelpurnar? Þær eru sennilega vanar honum aðeins ferskari. Fyrirsætur úr raunveruleikaþættinum Britain´s Next Top Model fóru á Fjöru- krána og þar var fyrir þær lagt að borða hrútspunga og annan þorramat. Reyndist það þeim hin þyngsta þraut. Jóhannes Viðar Bjarnason er eigandi Fjörukrárinnar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.