Fréttablaðið - 06.06.2009, Síða 4

Fréttablaðið - 06.06.2009, Síða 4
4 6. júní 2009 LAUGARDAGUR  Tilboð VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 25° 16° 18° 19° 16° 16° 13° 16° 15° 15° 21° 17° 16° 30° 17° 20° 26° 12° Á MORGUN Hæg breytileg átt MÁNUDAGUR Hæg breytileg átt 13 8 10 8 12 11 12 9 10 10 BEST Á SUÐUR- LANDI Í dag verður hægviðri eða hafgola á land- inu. Upp úr hádegi verður víða komið bjartviðri vestan til á Suðurlandi og suðvestanlands. Annars staðar verður þungbúnara og sýnu þungbúnast Norð- austan- og Austan- lands og jafnvel kann að dropa þar og á Suðausturlandi. 13 11 8 8 9 8 6 8 11 12 15 3 2 1 2 2 2 3 3 2 5 3 Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur SJÁVARÚTVEGUR Hafrannsókna- stofnun (Hafró) leggur til að þorskkvótinn á næsta fiskveiðiári verði 150 þúsund tonn. Það er tíu þúsund tonnum minna en á yfir- standandi fiskveiðiári. Þó ber þess að geta að upphaflega var úthlut- að 130 þúsund tonnum í fyrra og þar með farið eftir ráðlegging- um Hafró en síðan var 30 þúsund tonnum bætt við. Útlit er fyrir að þess verði að bíða í þrjú til fjög- ur ár uns hægt verði að úthluta verulega meiri afla en nú. Einnig legg- ur stofnunin til að verulega verði dregið úr veiðum á ufsa og ýsu. Þar að auki er útlit- ið ekki gott fyrir loðnuver- tíð næsta vetur en hins vegar mun betra fyrir veturinn þar á eftir. Í skýrslu stofnunarinnar sem kynnt var fjölmiðlum í gær segir að heildarafli úr íslenska þorsk- stofninum árið 2008 hefði verið 147 þúsund tonn sem sé lægsti ársafli í hartnær 70 ár. „Þessi litli afli helgast náttúrlega af því að við erum að skera niður til að byggja upp til framtíðar,“ segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafró. „Hefðum við veitt af sama sóknarþunga og við gerðum fyrir nokkrum árum þá gætum við auð- veldlega veitt 250 þúsund tonn en þá værum við heldur ekki að ná markmiðum okkar um uppbygg- ingu á hrygningarstofni þorsks og að ná þeirri aldursbreidd í stofn- inum sem við teljum algjörlega nauðsynlega til að auka líkurn- ar á nýliðun í framtíðinni.“ Hafró hefur frá árinu 2007 miðað við 20 prósenta veiðihlutfall og hefur ný ríkisstjórn staðfest þá nýtingar- stefnu til næstu fimm ára. Jóhann segir enn fremur að árangurinn af uppbyggingunni komi í ljós eftir þrjú, fjögur ár eða þar til hægt verður að veiða úr þorskárganginum 2008. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands íslenskra útgerðarmanna (LÍÚ), segir að þótt sjómenn hafi fundið fyrir góðu fiskiríi upp á síðkastið komi þessi niðurstaða þeim ekki á óvart. „Við vorum búnir að sjá það eftir togararallið að við ættum von á einhverju á þessa leið,“ segir hann. Hann segir enn frem- ur að ljóst mætti vera að dregið verði úr ýsuveiðum en þær hafa verið meiri en nokkru sinni und- anfarin ár. „En almennt eru sjó- menn þeirrar skoðunar að ástand stofnanna sé mun betra en þessi gögn Hafró gefa til kynna,“ segir hann. jse@frettabladid.is Rýr kvóti næstu ár Hafrannsóknastofnun leggur til að þorskveiðikvótinn verði 150 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Bíða verður í þrjú til fjögur ár uns hægt verður að heimila mun meiri kvóta en það. Kemur ekki á óvart segir LÍÚ þótt vel gefi á miðum. FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON JÓHANN SIGURJÓNSSON SÁ GULI KOMINN Í ÍS Aflaklær verða að bíða uns þorskárgangi 2008 vex fiskur um hrygg en þá verður hægt að úthluta mun meiri kvóta. TILLÖGUR HAFRÓ 2008 2009 Þorskur 130 150 Ýsa 83 57 Ufsi 50 35 Tölur í þúsundum tonna DÝRAHALD Örflögumerkingar á kött- um, sem krafist er í samþykkt um kattahald í Reykjavíkurborg frá árinu 2005, hefur gefið afar góða raun og hafa fjölmargir kattaeig- endur endurheimt ferfætlingana eftir langa útlegð. „Þess eru dæmi að kettir hafi komist til eigenda sinna eftir að hafa verið týndir í tvö ár,“ segir Ómar Dabney, rekstrarfulltrúi meindýravarna Reykjavíkurborg- ar. „Við heyrðum af einu slíku til- felli fyrir nokkru en þá urðu mikl- ir fagnaðarfundir þegar högni kom í leitirnar eftir að hafa verð týnd- ur í tvö ár. Þetta er ekki einsdæmi og sýnir okkur það að þessar merk- ingar eru að virka og í raun mættu margir kattaeigendur taka sig verulega á.“ Örmerki er kubbur sem dýra- læknir kemur fyrir undir húð á herðakambi kattar. Umhverfis- svið heldur skrá yfir merkta ketti og þangað verða eigendur að til- kynna númer örmerkisins og nafn eiganda. Ekki lýkur útlegð katt- anna alltaf jafnvel og hjá þessum tiltekna högna en Ómar segir það mikilvægt fyrir kattaeigendur að vita um afdrif katta sinna hver sem þau eru. Nóg er að gera hjá meindýraeyði nú í sumarbyrjun, til dæmis var tilkynnt um mink á vappi hjá Rafstöðvarhúsinu við Ell- iðaár í gær og vonast Ómar til að sá muni fyrr en síðar komast í búr. - jse Örflögumerkingar auka líkur á að fólk endurheimti týnda ketti: Kettir snúa heim úr áralangri útlegð ÓMAR DABNEY MEÐ KÖTTINN SINN Sé þér annt um köttinn þinn skaltu láta í hann örmerki segir Ómar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BUGL fær tugi milljóna Kvenfélagið Hringurinn hefur gefið barna- og unglingageðdeild Landspít- alans, BUGL, gjöf sem nemur tugum milljóna króna til framkvæmda við húsnæði deildarinnar. Gjöfin var afhent á göngudeild BUGL í gær. GJÖF Stal sex dekkjaumgöngum Tæplega tvítugur Akureyringur hefur verið ákærður fyrir ýmis afbrot. Honum er gefið að sök að hafa stolið samtals sex dekkjaumgöngum úr gámi í eigu Brimborgar, torfæruhjóli og geisladiski, haft í vörslu sinni rúm 20 grömm af amfetamíni og selt um fimm grömm, og borið á sér hníf með 9,5 sentimetra löngu blaði. DÓMSTÓLAR DÓMSMÁL Norðlendingur um fimmtugt, Hans Alfreð Kristjáns- son, hefur játað á sig fíkniefna- brot, en hann var gripinn með lítilræði af amfetamíni á Café Amor á Akureyri. Hans Alfreð hlaut þriggja ára fangelsisdóm árið 2007 fyrir að stinga fyrrverandi unnustu sína með hnífi í brennandi húsi. Þá var hann líka ákærður fyrir að hafa reynt að stinga mann sem hún var með, láta undir höfuð leggjast að bjarga þeim úr brennandi húsinu, ógna lögreglu með hnífi og hella bensíni yfir sömu konu með það að augnamiði að kveikja í henni, en var sýknaður af því öllu. - sh Gripinn með amfetamín: Ofbeldismaður aftur fyrir dóm ÞÝSKALAND Tvær samkynhneigð- ar mörgæsir hafa komið unga á legg og ala hann nú upp í dýragarðinum í Bremerhaven í Þýskalandi. Mörgæsirnar eru báðar karlkyns og pöruðu sig saman fyrir nokkru, að sögn starfsfólks dýragarðsins. Þegar líffræðilegir foreldrar, annað mörgæsapar í dýragarðinum, höfnuðu eggi sínu kom starfsfólkið egginu fyrir hjá karlmörgæsunum tveim sem tóku það að sér og nú er unginn orðinn fjögurra vikna gamall og dafnar vel. - þeb Samkynhneigt mörgæsapar: Tóku að sér og ala upp unga CHILE, AP Ung kona var handtekin í Chile fyrr í vikunni fyrir fíkniefnasmygl. Konan ætlaði að fara um borð í flugvél á leið frá Chile til Spánar með tvær ferðatöskur, sem voru gerðar úr kókaíni. Haft var eftir lögreglumanni á Santiago-flugvelli að eiturlyfin hafi ekki verið falin í töskunum heldur hafi töskurnar sjálfar verið gerðar úr blöndu af kókaíni og fleiri efnum. Með réttum aðferðum hefði svo verið hægt að aðskilja kókaínið frá hinum efnunum. - þeb Ung kona í Chile: Með töskur úr kókaíni í flug ÞÝSKALAND, AP Dómstóll í Þýska- landi úrskurðaði á miðvikudag að tveir gyðingar, sem unnu nauðungarvinnu í fangabúðum í Póllandi í seinni heimsstyrj- öldinni, eigi rétt á að fá bætur. Dómstóllinn taldi að þar sem mennirnir fengu mat og annað fyrir vinnu sína hafi þýska ríkið borið ábyrgð á þeim. Því eigi þeir rétt á bótum. Dómurinn gæti haft mikla þýðingu fyrir þúsundir fórnar- lamba sem neydd voru til að vinna í gettóum og afkomendur þeirra. Talið er að bótagreiðslur ríkisins gætu orðið allt að millj- arði evra. - þeb Dómstóll í Þýskalandi: Nauðungarvinna verði bætt FÍKNIEFNAMÁL Lögreglan hefur farið fram á að gæsluvarðhaldi yfir manni, sem handtekinn var þann 22. maí síðastliðinn grunaður um aðild að fíkniefna- smygli, verði framlengt til 12. júní. Þetta kom fram í kvöldfréttum stöðvar 2 í gær. Maðurinn er á þrítugsaldri og hefur nú verið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni í tvær vikur. Hann er grunaður um að eiga aðild að innflutningi á um fimm kílóum af hörðum fíkni- efnum, samkvæmt heimildum fréttastofunnar. - jse Fíkniefnasmygl í rannsókn: Framlengja gæsluvarðhald GENGIÐ 05.06.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 210,2287 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 122,24 122,82 196,59 197,55 173,24 174,2 23,257 23,393 19,28 19,394 15,827 15,919 1,2615 1,2689 173,24 174,2 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.