Fréttablaðið - 06.06.2009, Page 6

Fréttablaðið - 06.06.2009, Page 6
6 6. júní 2009 LAUGARDAGUR FJÁRHAGUR Tap á hvern íbúa í Reykjavík nam um 598.091 krónu á árinu 2008. Skuldir á hvern íbúa eru 1,3 milljónir á íbúa ef tekinn er mismunur á skuldum og eigin fé. Garðabær er í betri stöðu. Nei- kvæð staða bæjarins nam 38,9 milljónum á árinu 2008, sem samsvarar aukningu um 3.756 krónur á hvern íbúa. Hins vegar er hlutfall af eigin fé og skuldum jákvætt upp á tæpar 773 milljón- ir. Það þýðir að hver íbúi „á inni“ 74.582 krónur. Reykjanesbær er í svipaðri stöðu og Reykjavík. Neikvæð skuldastaða er rúmlega átta millj- arðar á árinu 2008, sem nemur um 572.234 krónur á hvern íbúa. Skuldir á hvern íbúa nema um einni milljón. Kópavogur stendur betur að vígi. Tap bæjarins var um 9,6 milljarðar á árinu 2008 sem þýðir 320.937 krónur á hvern íbúa. Bærinn skuldar hins vegar um 23,5 milljarða sem þýðir 783.961 króna á íbúa. Á Akureyri var tap um 288.752 krónur á íbúa á árinu 2008. Akur- eyri skuldar um 18 milljarða, sem gerir rúmlega eina milljón á íbúa. Í Árborg er staðan mjög svip- uð og á Akureyri og í Reykjanes- bæ. Þar eru skuldir á hvern íbúa 913.300 krónur. Ekki var hægt að reikna út skuldastöðu á hvern íbúa í Hafn- arfirði. Ástæðan er sú að ekki er enn ljóst hvernig ársreikningur- inn verður þar sem hann hefur hvorki verið samþykktur af skoð- unarmönnum né ræddur af bæj- arstjórn. Við íbúatölur í útreikningum er miðað við tölur Hagstofu Íslands frá 1. janúar 2009. Í öllum skulda- tölum er gert ráð fyrir mismunin- um á eigin fé og skuldum. vidirp@frettabladid.is Garðabær stendur langbest að vígi Tap á hvern íbúa í Reykjavík nam 598.091 krónu í fyrra. Neikvæð staða borg- arinnar nam 71,5 milljörðum. Hver íbúi skuldar 1,3 milljónir. Garðabær á 773 milljónum meira en hann skuldar. Metin eru sex helstu sveitarfélögin. Gjaldkeri Appelsínusýslunnar í Kali- forníu (Orange County) var ákærður árið 1994 vegna afleiðusamninga sem leiddu til 1,5 milljarða dollara taps, sem nemur um 183 milljörð- um króna. Í desember 1994 lýsti svo Orange County yfir gjaldþroti og var þá stærsta gjaldþrot í sögu Bandaríkjanna. Í Orange County búa um þrjár milljónir. Tap á hvern íbúa var því um 59 þúsund krónur. Það er töluvert minna en í tölum íslenskra sveitarfélaga. O.C. Á HAUSINN FYRIR 59 ÞÚSUND Á ÍBÚA SKULDIR Á HVERN ÍBÚA Skuldir eru reiknaðar sem mismunur á heildarskuldbindingum og eigin fé. 0 -50 -100 -150 -200 15 5, 92 1 m ill ja . -1 4, 90 84 m ill ja . -2 3, 5 m ill ja . -1 8, 38 7 m ill ja . + 77 2. 51 8. 98 4 -7 ,2 35 16 4 m ill ja . TAP Á HVERN ÍBÚA Á ÁRINU 2008 0 -10 -20 -30 -40 -50 -60 -70 -80 -7 1, 5 m ill ja rð ar -9 .6 20 .4 21 .0 00 k r. - 3 8, 9 m ill jó ni r -8 ,1 09 7 m ill ja rð ar -5 ,0 65 m ill ja rð ar -1 ,3 64 3 m ill ja rð ar Reykjavík 119.547 íbúar Kópavogur 29.976 íbúar Akureyri 17.541 íbúi Reykjanesbær 14.172 íbúar Garðabær 10.358 íbúar Árborg 7.922 íbúar STJÓRNSÝSLA Skuldir Álftanes- bæjar eru um 2,6 milljarðar króna. Það þýðir 1.048 þúsund krónur á hvern íbúa. Eigið fé sveitarfélagsins er neikvætt um 126 milljónir. Þetta kemur fram í óbirtum ársreikningi Álftaness. „Þetta er skelfileg staða,“ segir Kristinn Guðlaugsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Kristín Fjóla Bergþórsdóttir, forseti bæjarstjórnar, segir aðal- skýringuna á tapinu vera efna- hagshrunið. „Við sitjum, eins og flest önnur sveitarfélög, uppi með gíf- urlega hækkun erlendra lána. Tæplega þriðjungur lánanna var í erlendri mynt og þau hafa hækkað um 500-600 milljónir,“ segir Kristín. Tap sveitarfélagsins var 832 milljónir króna á árinu 2008. - vsp Álftanesbær í skuld: Hver íbúi skuld- ar um milljón LÖGREGLUMÁL Tveir karlmenn og tvær konur voru í gær úrskurð- uð í gæsluvarðhald til 15. júní vegna rannsóknar lögreglu á lík- amsárás í heimahúsi við Grettis- götu á fimmtudag. Fórnarlambið, karlmaður um þrítugt, liggur enn þungt haldið á gjörgæsludeild, en var þó ekki lengur talið í lífshættu í gær. Maðurinn var einkum með alvarlega áverka á höfði, þar á meðal í andliti, samkvæmt upplýs- ingum Fréttablaðsins. Sex manns voru upphaflega handteknir vegna málsins; konurnar tvær og fjórir karlmenn. Tveimur mannanna var sleppt eftir skýrslutökur þar sem ljóst þótti að þeir hefðu einung- is haft óbeina aðkomu að málinu, meðal annars með því að hringja á sjúkrabíl. Átökin áttu sér stað í húsi við Grettisgötu fyrri hluta dags á fimmtudag. Þegar lögregla kom á staðinn reyndist maður þar lífs- hættulega slasaður og var hann þegar fluttur á Landspítala til aðhlynningar. Fólkið sem um ræðir hefur flest eða allt verið búsett í húsinu á Grettisgötu í lengri eða skemmri tíma og verið á vinnumarkaði hér. Maðurinn sem slasaðist er frá Lit- háen, svo og fjórmenningarnir sem sitja inni. Þrír þeirra hafa kært úrskurðinn til Hæstaréttar. GRETTISGATA Þarna átti ofbeldisverkið sér stað. Tveir karlmenn og tvær konur í gæsluvarðhaldi vegna líkamsárásar: Er með mikla áverka á höfði VIÐSKIPTI „Það er mjög líklegt að litlum fyrirtækjum muni fjölga á næstunni,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskipta- ráðs. Viðskiptaráð kynnti í gær skýrslu um stöðu lítilla og meðal- stórra fyrirtækja hér á landi. Þar kemur fram að 99 prósent fyrir- tækja landsins eru lítil og með- alstór. Þótt þau eru smá eru þau mörg og samanlögð einn stærsti vinnuveitandi landsins og þar með burðarás í íslensku atvinnu- lífi. Lítil og meðalstór fyrirtæki hér eru á bilinu 25 til 27 þúsund talsins. Þar af eru örfyrirtæki langflest, eða 22 til 23 þúsund. Hjá örfyrirtæki starfa allt að tíu starfsmenn en allt að 250 hjá litl- um og meðalstórum fyrirtækjum. Í skýrslunni kemur fram að helm- ingur launafólks vinni hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum, eða allt að 130 þúsund manns. Viðskiptaráð hélt málþing í tilefni útgáfunnar undir yfir- skriftinni „Margt smátt gerir eitt stórt“. Þar fluttu erindi auk Finns þau Katrín Júlíusdóttir iðn- aðarráðherra, Bogi Örn Hilmars- son, framkvæmdastjóri Skjals, Eiríkur Hilmarsson, einn eigenda Kaffitárs, og Christina Sommer, forseti samtaka lítilla og meðal- stórra fyrirtækja í Evrópu. - jab FRÁ MÁLÞINGINU Fjöldi gesta var málþingi Viðskiptaráðs sem haldið var í tilefni af útgáfu skýrslu ráðsins um stöðu lítilla og smárra fyrirtækja hér. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs spáir fjölgun lítilla og meðalstórra fyrirtækja: Lítil fyrirtæki burðarásarnir VIÐSKIPTI „Þetta gerir okkur kleift að nýta betur þau tækifæri sem verða til þegar staðan í alþjóðlegu efnahagslífi batnar,“ segir Theo Hoen, forstjóri Marel Food Systems. Hann segir margt benda til að það geti orðið á seinni hluta árs- ins. „Við erum komin í mjög góða stöðu,“ segir hann. Fyrirtækið lauk í gær hlutafjár- útboði og tók öllum tilboðum, að stærstum hluta frá lífeyrissjóð- um. Verðið var 54 krónur á hlut og nam söluandvirðið því rúmum 1,4 milljörðum króna. Það svarar til 8,3 milljóna evra, líkt og fram kemur í tilkynningu. Þetta var fyrsta hlutafjárútboð hjá skráðu félagi hér. Hálfur mán- uður er síðan fyrirtækið tryggði langtímafjármögnun og lengdi í gjalddögum lána. - jab Útboði Marel lauk í gær: Spáir betri tíð síðar á árinu THEO HOEN SJÁVARÚTVEGSMÁL Færeysk skip hafa veitt 628 tonn af botnfiski við Ísland á þessu ári og er þorsk- aflinn þar af 167 tonn. Færeysk skip hafa leyfi til að veiða 1.200 tonn af þorski í landhelginni. Það sem af er árinu er afli færeyskra skipa mun minni en á sama tíma í fyrra en þá höfðu þau landað 1.070 tonnum af botnfiski. Þorskaflinn var þá rúm 250 tonn. Áætlaður afli norskra línuveiði- skipa í apríl er 336 tonn. Í afl- anum var mest um keilu eða 174 tonn og lönguaflinn var 123 tonn. Þorskaflinn var hins vegar aðeins rúmlega þrettán tonn. - shá Veiði erlendra skipa 2009: Veiði færeyskra skipa minni nú en árið 2008 SJÁVARÚTVEGUR Vopnfirðingar eiga von á flutningaskipi á vegum HB Granda sem inniheldur nýjan löndunarkrana fyrir fiskimjöls- verksmiðjuna á staðnum. Er um að ræða einn lið í uppbyggingu uppsjávarvinnslu fyrirtækisins á staðnum. Nú stendur fyrir dyrum flutningur á tíu mjölturnum frá Reykjavíkurhöfn til Vopnafjarðar. Einnig er von á flutningaskipi sem sækir ýmiss konar afurðir til útflutnings, þar á meðal síldar- og loðnuafurðir sem fluttar verða til Póllands og Litháens þar sem mikil eftirspurn er, að sögn Jóns Helgasonar, sölustjóra uppsjávar- afurða HB Granda. - shá Uppbygging hjá HB Granda: Aðstaða batnar á Vopnafirði SVEITARSTJÓRNIR Bæjarstjórn Vest- urbyggðar hefur kynnt aðgerð- ir til að spara í rekstri sveitarfé- lagsins. Meðal annars á að leggja af skólamáltíðir í núverandi mynd, segja upp húsaleigustyrkjum og hætta að greiða laun vegna fjar- veru í háskólanámi. Þá á að spara níu prósent í kennaralaunum, ekki gera nýja samninga við leiðbeinendur í kennaranámi, hækka gjaldskrá í íþróttamiðstöðum og gjald í sund,. Skera á niður í starfs- mannahaldi leikskóla og hækka gjöld þar um fjórðung, hækka allar almennar gjaldskrár um 5 prósent, fækka sorphirðudögum og láta þá starfsmenn sem hafa farsíma frá bænum sjálfir greiða notkun yfir 7 þúsund krónur á mánuði. - gar Sparnaður í Vesturbyggð: Hærri gjöld og minni þjónusta Er verið að gera of mikið mál úr skuldavanda heimililanna? Já 20,6% Nei 79,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Fylgist þú með íslenska karla- landsliðinu í knattspyrnu? Segðu þína skoðun á vísir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.