Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.06.2009, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 06.06.2009, Qupperneq 6
6 6. júní 2009 LAUGARDAGUR FJÁRHAGUR Tap á hvern íbúa í Reykjavík nam um 598.091 krónu á árinu 2008. Skuldir á hvern íbúa eru 1,3 milljónir á íbúa ef tekinn er mismunur á skuldum og eigin fé. Garðabær er í betri stöðu. Nei- kvæð staða bæjarins nam 38,9 milljónum á árinu 2008, sem samsvarar aukningu um 3.756 krónur á hvern íbúa. Hins vegar er hlutfall af eigin fé og skuldum jákvætt upp á tæpar 773 milljón- ir. Það þýðir að hver íbúi „á inni“ 74.582 krónur. Reykjanesbær er í svipaðri stöðu og Reykjavík. Neikvæð skuldastaða er rúmlega átta millj- arðar á árinu 2008, sem nemur um 572.234 krónur á hvern íbúa. Skuldir á hvern íbúa nema um einni milljón. Kópavogur stendur betur að vígi. Tap bæjarins var um 9,6 milljarðar á árinu 2008 sem þýðir 320.937 krónur á hvern íbúa. Bærinn skuldar hins vegar um 23,5 milljarða sem þýðir 783.961 króna á íbúa. Á Akureyri var tap um 288.752 krónur á íbúa á árinu 2008. Akur- eyri skuldar um 18 milljarða, sem gerir rúmlega eina milljón á íbúa. Í Árborg er staðan mjög svip- uð og á Akureyri og í Reykjanes- bæ. Þar eru skuldir á hvern íbúa 913.300 krónur. Ekki var hægt að reikna út skuldastöðu á hvern íbúa í Hafn- arfirði. Ástæðan er sú að ekki er enn ljóst hvernig ársreikningur- inn verður þar sem hann hefur hvorki verið samþykktur af skoð- unarmönnum né ræddur af bæj- arstjórn. Við íbúatölur í útreikningum er miðað við tölur Hagstofu Íslands frá 1. janúar 2009. Í öllum skulda- tölum er gert ráð fyrir mismunin- um á eigin fé og skuldum. vidirp@frettabladid.is Garðabær stendur langbest að vígi Tap á hvern íbúa í Reykjavík nam 598.091 krónu í fyrra. Neikvæð staða borg- arinnar nam 71,5 milljörðum. Hver íbúi skuldar 1,3 milljónir. Garðabær á 773 milljónum meira en hann skuldar. Metin eru sex helstu sveitarfélögin. Gjaldkeri Appelsínusýslunnar í Kali- forníu (Orange County) var ákærður árið 1994 vegna afleiðusamninga sem leiddu til 1,5 milljarða dollara taps, sem nemur um 183 milljörð- um króna. Í desember 1994 lýsti svo Orange County yfir gjaldþroti og var þá stærsta gjaldþrot í sögu Bandaríkjanna. Í Orange County búa um þrjár milljónir. Tap á hvern íbúa var því um 59 þúsund krónur. Það er töluvert minna en í tölum íslenskra sveitarfélaga. O.C. Á HAUSINN FYRIR 59 ÞÚSUND Á ÍBÚA SKULDIR Á HVERN ÍBÚA Skuldir eru reiknaðar sem mismunur á heildarskuldbindingum og eigin fé. 0 -50 -100 -150 -200 15 5, 92 1 m ill ja . -1 4, 90 84 m ill ja . -2 3, 5 m ill ja . -1 8, 38 7 m ill ja . + 77 2. 51 8. 98 4 -7 ,2 35 16 4 m ill ja . TAP Á HVERN ÍBÚA Á ÁRINU 2008 0 -10 -20 -30 -40 -50 -60 -70 -80 -7 1, 5 m ill ja rð ar -9 .6 20 .4 21 .0 00 k r. - 3 8, 9 m ill jó ni r -8 ,1 09 7 m ill ja rð ar -5 ,0 65 m ill ja rð ar -1 ,3 64 3 m ill ja rð ar Reykjavík 119.547 íbúar Kópavogur 29.976 íbúar Akureyri 17.541 íbúi Reykjanesbær 14.172 íbúar Garðabær 10.358 íbúar Árborg 7.922 íbúar STJÓRNSÝSLA Skuldir Álftanes- bæjar eru um 2,6 milljarðar króna. Það þýðir 1.048 þúsund krónur á hvern íbúa. Eigið fé sveitarfélagsins er neikvætt um 126 milljónir. Þetta kemur fram í óbirtum ársreikningi Álftaness. „Þetta er skelfileg staða,“ segir Kristinn Guðlaugsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Kristín Fjóla Bergþórsdóttir, forseti bæjarstjórnar, segir aðal- skýringuna á tapinu vera efna- hagshrunið. „Við sitjum, eins og flest önnur sveitarfélög, uppi með gíf- urlega hækkun erlendra lána. Tæplega þriðjungur lánanna var í erlendri mynt og þau hafa hækkað um 500-600 milljónir,“ segir Kristín. Tap sveitarfélagsins var 832 milljónir króna á árinu 2008. - vsp Álftanesbær í skuld: Hver íbúi skuld- ar um milljón LÖGREGLUMÁL Tveir karlmenn og tvær konur voru í gær úrskurð- uð í gæsluvarðhald til 15. júní vegna rannsóknar lögreglu á lík- amsárás í heimahúsi við Grettis- götu á fimmtudag. Fórnarlambið, karlmaður um þrítugt, liggur enn þungt haldið á gjörgæsludeild, en var þó ekki lengur talið í lífshættu í gær. Maðurinn var einkum með alvarlega áverka á höfði, þar á meðal í andliti, samkvæmt upplýs- ingum Fréttablaðsins. Sex manns voru upphaflega handteknir vegna málsins; konurnar tvær og fjórir karlmenn. Tveimur mannanna var sleppt eftir skýrslutökur þar sem ljóst þótti að þeir hefðu einung- is haft óbeina aðkomu að málinu, meðal annars með því að hringja á sjúkrabíl. Átökin áttu sér stað í húsi við Grettisgötu fyrri hluta dags á fimmtudag. Þegar lögregla kom á staðinn reyndist maður þar lífs- hættulega slasaður og var hann þegar fluttur á Landspítala til aðhlynningar. Fólkið sem um ræðir hefur flest eða allt verið búsett í húsinu á Grettisgötu í lengri eða skemmri tíma og verið á vinnumarkaði hér. Maðurinn sem slasaðist er frá Lit- háen, svo og fjórmenningarnir sem sitja inni. Þrír þeirra hafa kært úrskurðinn til Hæstaréttar. GRETTISGATA Þarna átti ofbeldisverkið sér stað. Tveir karlmenn og tvær konur í gæsluvarðhaldi vegna líkamsárásar: Er með mikla áverka á höfði VIÐSKIPTI „Það er mjög líklegt að litlum fyrirtækjum muni fjölga á næstunni,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskipta- ráðs. Viðskiptaráð kynnti í gær skýrslu um stöðu lítilla og meðal- stórra fyrirtækja hér á landi. Þar kemur fram að 99 prósent fyrir- tækja landsins eru lítil og með- alstór. Þótt þau eru smá eru þau mörg og samanlögð einn stærsti vinnuveitandi landsins og þar með burðarás í íslensku atvinnu- lífi. Lítil og meðalstór fyrirtæki hér eru á bilinu 25 til 27 þúsund talsins. Þar af eru örfyrirtæki langflest, eða 22 til 23 þúsund. Hjá örfyrirtæki starfa allt að tíu starfsmenn en allt að 250 hjá litl- um og meðalstórum fyrirtækjum. Í skýrslunni kemur fram að helm- ingur launafólks vinni hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum, eða allt að 130 þúsund manns. Viðskiptaráð hélt málþing í tilefni útgáfunnar undir yfir- skriftinni „Margt smátt gerir eitt stórt“. Þar fluttu erindi auk Finns þau Katrín Júlíusdóttir iðn- aðarráðherra, Bogi Örn Hilmars- son, framkvæmdastjóri Skjals, Eiríkur Hilmarsson, einn eigenda Kaffitárs, og Christina Sommer, forseti samtaka lítilla og meðal- stórra fyrirtækja í Evrópu. - jab FRÁ MÁLÞINGINU Fjöldi gesta var málþingi Viðskiptaráðs sem haldið var í tilefni af útgáfu skýrslu ráðsins um stöðu lítilla og smárra fyrirtækja hér. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs spáir fjölgun lítilla og meðalstórra fyrirtækja: Lítil fyrirtæki burðarásarnir VIÐSKIPTI „Þetta gerir okkur kleift að nýta betur þau tækifæri sem verða til þegar staðan í alþjóðlegu efnahagslífi batnar,“ segir Theo Hoen, forstjóri Marel Food Systems. Hann segir margt benda til að það geti orðið á seinni hluta árs- ins. „Við erum komin í mjög góða stöðu,“ segir hann. Fyrirtækið lauk í gær hlutafjár- útboði og tók öllum tilboðum, að stærstum hluta frá lífeyrissjóð- um. Verðið var 54 krónur á hlut og nam söluandvirðið því rúmum 1,4 milljörðum króna. Það svarar til 8,3 milljóna evra, líkt og fram kemur í tilkynningu. Þetta var fyrsta hlutafjárútboð hjá skráðu félagi hér. Hálfur mán- uður er síðan fyrirtækið tryggði langtímafjármögnun og lengdi í gjalddögum lána. - jab Útboði Marel lauk í gær: Spáir betri tíð síðar á árinu THEO HOEN SJÁVARÚTVEGSMÁL Færeysk skip hafa veitt 628 tonn af botnfiski við Ísland á þessu ári og er þorsk- aflinn þar af 167 tonn. Færeysk skip hafa leyfi til að veiða 1.200 tonn af þorski í landhelginni. Það sem af er árinu er afli færeyskra skipa mun minni en á sama tíma í fyrra en þá höfðu þau landað 1.070 tonnum af botnfiski. Þorskaflinn var þá rúm 250 tonn. Áætlaður afli norskra línuveiði- skipa í apríl er 336 tonn. Í afl- anum var mest um keilu eða 174 tonn og lönguaflinn var 123 tonn. Þorskaflinn var hins vegar aðeins rúmlega þrettán tonn. - shá Veiði erlendra skipa 2009: Veiði færeyskra skipa minni nú en árið 2008 SJÁVARÚTVEGUR Vopnfirðingar eiga von á flutningaskipi á vegum HB Granda sem inniheldur nýjan löndunarkrana fyrir fiskimjöls- verksmiðjuna á staðnum. Er um að ræða einn lið í uppbyggingu uppsjávarvinnslu fyrirtækisins á staðnum. Nú stendur fyrir dyrum flutningur á tíu mjölturnum frá Reykjavíkurhöfn til Vopnafjarðar. Einnig er von á flutningaskipi sem sækir ýmiss konar afurðir til útflutnings, þar á meðal síldar- og loðnuafurðir sem fluttar verða til Póllands og Litháens þar sem mikil eftirspurn er, að sögn Jóns Helgasonar, sölustjóra uppsjávar- afurða HB Granda. - shá Uppbygging hjá HB Granda: Aðstaða batnar á Vopnafirði SVEITARSTJÓRNIR Bæjarstjórn Vest- urbyggðar hefur kynnt aðgerð- ir til að spara í rekstri sveitarfé- lagsins. Meðal annars á að leggja af skólamáltíðir í núverandi mynd, segja upp húsaleigustyrkjum og hætta að greiða laun vegna fjar- veru í háskólanámi. Þá á að spara níu prósent í kennaralaunum, ekki gera nýja samninga við leiðbeinendur í kennaranámi, hækka gjaldskrá í íþróttamiðstöðum og gjald í sund,. Skera á niður í starfs- mannahaldi leikskóla og hækka gjöld þar um fjórðung, hækka allar almennar gjaldskrár um 5 prósent, fækka sorphirðudögum og láta þá starfsmenn sem hafa farsíma frá bænum sjálfir greiða notkun yfir 7 þúsund krónur á mánuði. - gar Sparnaður í Vesturbyggð: Hærri gjöld og minni þjónusta Er verið að gera of mikið mál úr skuldavanda heimililanna? Já 20,6% Nei 79,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Fylgist þú með íslenska karla- landsliðinu í knattspyrnu? Segðu þína skoðun á vísir.is KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.