Fréttablaðið - 06.06.2009, Síða 16

Fréttablaðið - 06.06.2009, Síða 16
 6. júní 2009 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 32 Velta: 209 milljónir OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 265 +0,98% 723 +1,44% MESTA HÆKKUN ALFESCA +5,00% BAKKAVÖR +2,73% FØROYA BANKI +2,51% MESTA LÆKKUN MAREL FOOD S. -2,15% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 4,20 +5,00% ... Atlantic Airways 167,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 550,00 +0,00% ... Bakkavör 1,13 +2,73% ... Eik Banki 89,00 +0,00 ... Eimskipafélagið 1,00 +0,00% ... Føroya Banki 122,50 +2,51% ... Icelandair Group 4,60 +0,00% ... Marel Food Systems 54,50 -2,15% ... Össur 107,00 +0,47% Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór yfir sjötíu dali á tunnu á markaði í New York í Bandaríkjunum í gær. Það hefur hækkað um sjö dali á tunnu á einni viku og ekki verið hærra í sjö mánuði. Hráolíuverðið tók kipp í fyrra- dag þegar bandaríski fjárfest- ingabankinn Goldman Sachs sagði olíuverð kunna að fara í 75 dali á næstu mánuðum og í 80 dali á tunnu á næsta ári. Þetta er nokkuð í samræmi við spá OPEC-ríkjanna frá síðustu viku. Hrávörusérfræðingar hjá bandaríska fjárfestingabankan- um Merrill Lynch vöruðu hins vegar við þróuninni þá og bentu á að hagkerfi flestra landa væru við- kvæm eftir kverkatak kreppunnar og þeim gæti stafað ógn af hækk- un olíuverðs. - jab DÝRARI DROPI Olíuverð hefur ekki verið hærra í sjö mánuði. Olíuverðið hátt Laugardagurinn 13. júní kl. 16.00 í Borgarneskirkju Norðurljós. Íslensk og norræn sönglög Guðrún Ingimars sópran og Jónína Erna Arnardóttir píanó Sunnudagurinn 14. júní kl. 16.00 í Paradísarlaut Englakór í Paradís Kársneskórinn undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur Þriðjudagurinn 16. júní kl. 21.00 í Logalandi Baðstofukvöld Böðvars Tónlist og textar eftir Böðvar Guðmundsson í tilefni 70 ára afmæli skáldsins Seðlabankinn hefur enn ekki veitt Landsvirkjun heimild til útgáfu á skulda- bréfi í krónum og selja erlendum fjárfestum. Talið er að þeir hafi meiri áhuga á ríkistryggðum skulda- bréfum. „Við áttum fund með fulltrúum lífeyrissjóðanna og kynntum hug- myndir okkar um útgáfu skulda- bréfa í Bandaríkjadölum. Þetta er á hugmyndastigi og ekki komið lengra,“ segir Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsvirkjunar. „Ég myndi kjósa að þetta yrði að veruleika í júlí.“ Á fundinum, sem haldinn var í gærmorgun, var viðruð hug- mynd um útgáfu skuldabréfs upp á 50 milljónir dala, jafnvirði rétt rúmra sex milljarða króna, á gengi gærdagsins. Ef af verður munu líf- eyrissjóðirnir kaupa bréfin með erlendum eignum. Þetta er annar tveggja kosta sem Landsvirkjun hefur í skoðun varðandi skuldabréfaútgáfu til að styrkja eiginfjárstöðu fyrirtæk- isins og koma framkvæmdum af stað. Hin er í samræmi við heimild Seðlabankans sem felur í sér að erlendir eigendur íslenskra krónu- bréfaeigna kaupi íslensk skulda- bréf útgefin í krónum sem greidd eru til baka í erlendum gjaldeyri. Viðræður hafa staðið yfir á milli Landsvirkjunar og Seðlabankans auk fleiri fyrirtækja um leiðir sem þessa síðan fyrir áramót. Lending- in var að gera erlendum fjárfest- um, sem festust inni við setningu gjaldeyrishaftanna, kleift að losa stöður sínar með kaupum á skulda- bréfum í krónum sem greiðast til baka í uppgjörsmynt viðkomandi fyrirtækis. Lítil hreyfing er á málinu en stærstu útflutningsfyrirtæki landsins bíða þess að Landsvirkj- un brjóti ísinn. Það hefur enn ekki gerst þar sem Seðlabankinn hefur enn ekki veitt Landsvirkjun heim- ild til útgáfunnar. Tölvuleikjafyrirtækið CCP nýtti sér heimildina á dögunum og blés til skuldabréfaútgáfu undir lok síð- asta mánaðar. Hilmar V. Péturs- son, forstjóri CCP, vildi ekkert tjá sig um málið í gær. „Við erum að fara yfir það,“ segir hann. Viðmælendur Fréttablaðsins telja ekki ósennilegt að erfitt sé að heilla erlenda krónubréfaeigend- ur sem sitja fastir með eign sína í Seðlabankanum. Hafi þeir meiri áhuga á ríkistryggðum skulda- bréfum og bréfum sveitarfélaga en skuldabréfum fyrirtækja. Því verði að leita annarra fjármögnun- arkosta, svo sem með því að leita til lífeyrissjóðanna. jonab@markadurinn.is Bíða enn heim- ildar bankans HÚS LANDSVIRKJUNAR Seðlabankinn hefur ekki veitt Landsvirkjun heimild til að gefa út skuldabréf í krónum og selja erlendum fjárfestum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Útflutningsgreinar þjóðarinnar eru brothættar og svo fáar að setja má kennitölu fyrirtækja á hverja grein. Þetta segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1. Hermann flutti erindi um um framtíðarsýn þjóð- arinnar á hugmyndaþingi sem N1 stóð fyrir í gær undir yfirskriftinni Start. „Erum við tilbúin fyrir framtíðina?“ spurði hann og benti á að miðað við mannfjöldaþróun síðastliðin hundrað ár megi reikna með fimm til sex hundruð þúsund nýjum störfum hér á landi eftir öld. Því sé nauðsynlegt að þjóðin komi sér saman um fram- tíðarsýn svo hér verði ákjósanlegt að búa. Byggja verði á fleiri stoðum í útflutningi en þeim sem nú er. Hann var sammála fjölda gesta sem sóttu fund- inn að þjóðin sem slík hefði fram til þessa ekki haft neina sameiginlega sýn. Aðrir frummælendur á fundinum voru bandaríski frumkvöðullinn Jeff Taylor og Salem Samhoud frá Hollandi. Báðir fjölluðu þeir um nauðsyn þess að leggja fram nýja framtíðarsýn fyrir þjóðina. - jab Lýst eftir framtíðarsýn Gangi áætlanir stjórnenda Straums eftir fá lánardrottnar Straums, sem eiga ekki forgangskröfur á bank- ann, allt frá 21 og upp í 66 prósent af kröfum sínum til baka. Þetta kom fram á kynningar- fundi stjórnenda bankans með kröfuhöfum í gær þar sem áætlan- ir og endurskipan hans var kynnt. Þar kom fram að gert sé ráð fyrir að 45 manns starfi hjá bankanum hér og í London í Bretlandi að end- urskipulagningu lokinni. Áður en skilanefnd Fjármálaeftirlitsins tók yfir lyklavöld í bankanum í byrjun mars störfuðu um 600 manns hjá bankanum hér, í Bretlandi og víðar á meginlandi Evrópu. - jab Fá fimmtung til baka
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.