Fréttablaðið - 06.06.2009, Blaðsíða 16
6. júní 2009 LAUGARDAGUR
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
Fjöldi viðskipta: 32 Velta: 209 milljónir
OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6
265 +0,98% 723 +1,44%
MESTA HÆKKUN
ALFESCA +5,00%
BAKKAVÖR +2,73%
FØROYA BANKI +2,51%
MESTA LÆKKUN
MAREL FOOD S. -2,15%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 4,20 +5,00% ... Atlantic
Airways 167,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 550,00 +0,00% ...
Bakkavör 1,13 +2,73% ... Eik Banki 89,00 +0,00 ... Eimskipafélagið
1,00 +0,00% ... Føroya Banki 122,50 +2,51% ... Icelandair Group
4,60 +0,00% ... Marel Food Systems 54,50 -2,15% ... Össur 107,00
+0,47%
Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór
yfir sjötíu dali á tunnu á markaði í
New York í Bandaríkjunum í gær.
Það hefur hækkað um sjö dali á
tunnu á einni viku og ekki verið
hærra í sjö mánuði.
Hráolíuverðið tók kipp í fyrra-
dag þegar bandaríski fjárfest-
ingabankinn Goldman Sachs sagði
olíuverð kunna að fara í 75 dali á
næstu mánuðum og í 80 dali á
tunnu á næsta ári.
Þetta er nokkuð í samræmi við
spá OPEC-ríkjanna frá síðustu
viku.
Hrávörusérfræðingar hjá
bandaríska fjárfestingabankan-
um Merrill Lynch vöruðu hins
vegar við þróuninni þá og bentu á
að hagkerfi flestra landa væru við-
kvæm eftir kverkatak kreppunnar
og þeim gæti stafað ógn af hækk-
un olíuverðs. - jab
DÝRARI DROPI Olíuverð hefur ekki verið
hærra í sjö mánuði.
Olíuverðið hátt
Laugardagurinn 13. júní
kl. 16.00 í Borgarneskirkju
Norðurljós.
Íslensk og norræn sönglög
Guðrún Ingimars sópran og
Jónína Erna Arnardóttir píanó
Sunnudagurinn 14. júní
kl. 16.00 í Paradísarlaut
Englakór í Paradís
Kársneskórinn
undir stjórn
Þórunnar Björnsdóttur
Þriðjudagurinn 16. júní
kl. 21.00 í Logalandi
Baðstofukvöld Böðvars
Tónlist og textar eftir
Böðvar Guðmundsson í tilefni
70 ára afmæli skáldsins
Seðlabankinn hefur enn
ekki veitt Landsvirkjun
heimild til útgáfu á skulda-
bréfi í krónum og selja
erlendum fjárfestum. Talið
er að þeir hafi meiri áhuga
á ríkistryggðum skulda-
bréfum.
„Við áttum fund með fulltrúum
lífeyrissjóðanna og kynntum hug-
myndir okkar um útgáfu skulda-
bréfa í Bandaríkjadölum. Þetta er
á hugmyndastigi og ekki komið
lengra,“ segir Stefán Pétursson,
framkvæmdastjóri fjármálasviðs
Landsvirkjunar. „Ég myndi kjósa
að þetta yrði að veruleika í júlí.“
Á fundinum, sem haldinn var
í gærmorgun, var viðruð hug-
mynd um útgáfu skuldabréfs upp
á 50 milljónir dala, jafnvirði rétt
rúmra sex milljarða króna, á gengi
gærdagsins. Ef af verður munu líf-
eyrissjóðirnir kaupa bréfin með
erlendum eignum.
Þetta er annar tveggja kosta
sem Landsvirkjun hefur í skoðun
varðandi skuldabréfaútgáfu til að
styrkja eiginfjárstöðu fyrirtæk-
isins og koma framkvæmdum af
stað.
Hin er í samræmi við heimild
Seðlabankans sem felur í sér að
erlendir eigendur íslenskra krónu-
bréfaeigna kaupi íslensk skulda-
bréf útgefin í krónum sem greidd
eru til baka í erlendum gjaldeyri.
Viðræður hafa staðið yfir á milli
Landsvirkjunar og Seðlabankans
auk fleiri fyrirtækja um leiðir sem
þessa síðan fyrir áramót. Lending-
in var að gera erlendum fjárfest-
um, sem festust inni við setningu
gjaldeyrishaftanna, kleift að losa
stöður sínar með kaupum á skulda-
bréfum í krónum sem greiðast til
baka í uppgjörsmynt viðkomandi
fyrirtækis.
Lítil hreyfing er á málinu en
stærstu útflutningsfyrirtæki
landsins bíða þess að Landsvirkj-
un brjóti ísinn. Það hefur enn ekki
gerst þar sem Seðlabankinn hefur
enn ekki veitt Landsvirkjun heim-
ild til útgáfunnar.
Tölvuleikjafyrirtækið CCP nýtti
sér heimildina á dögunum og blés
til skuldabréfaútgáfu undir lok síð-
asta mánaðar. Hilmar V. Péturs-
son, forstjóri CCP, vildi ekkert tjá
sig um málið í gær. „Við erum að
fara yfir það,“ segir hann.
Viðmælendur Fréttablaðsins
telja ekki ósennilegt að erfitt sé að
heilla erlenda krónubréfaeigend-
ur sem sitja fastir með eign sína
í Seðlabankanum. Hafi þeir meiri
áhuga á ríkistryggðum skulda-
bréfum og bréfum sveitarfélaga
en skuldabréfum fyrirtækja. Því
verði að leita annarra fjármögnun-
arkosta, svo sem með því að leita
til lífeyrissjóðanna.
jonab@markadurinn.is
Bíða enn heim-
ildar bankans
HÚS LANDSVIRKJUNAR Seðlabankinn
hefur ekki veitt Landsvirkjun heimild til
að gefa út skuldabréf í krónum og selja
erlendum fjárfestum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Útflutningsgreinar þjóðarinnar eru brothættar og
svo fáar að setja má kennitölu fyrirtækja á hverja
grein. Þetta segir Hermann Guðmundsson, forstjóri
N1.
Hermann flutti erindi um um framtíðarsýn þjóð-
arinnar á hugmyndaþingi sem N1 stóð fyrir í gær
undir yfirskriftinni Start.
„Erum við tilbúin fyrir framtíðina?“ spurði hann
og benti á að miðað við mannfjöldaþróun síðastliðin
hundrað ár megi reikna með fimm til sex hundruð
þúsund nýjum störfum hér á landi eftir öld. Því sé
nauðsynlegt að þjóðin komi sér saman um fram-
tíðarsýn svo hér verði ákjósanlegt að búa. Byggja
verði á fleiri stoðum í útflutningi en þeim sem nú er.
Hann var sammála fjölda gesta sem sóttu fund-
inn að þjóðin sem slík hefði fram til þessa ekki haft
neina sameiginlega sýn.
Aðrir frummælendur á fundinum voru bandaríski
frumkvöðullinn Jeff Taylor og Salem Samhoud frá
Hollandi. Báðir fjölluðu þeir um nauðsyn þess að
leggja fram nýja framtíðarsýn fyrir þjóðina. - jab
Lýst eftir framtíðarsýn
Gangi áætlanir stjórnenda Straums
eftir fá lánardrottnar Straums, sem
eiga ekki forgangskröfur á bank-
ann, allt frá 21 og upp í 66 prósent
af kröfum sínum til baka.
Þetta kom fram á kynningar-
fundi stjórnenda bankans með
kröfuhöfum í gær þar sem áætlan-
ir og endurskipan hans var kynnt.
Þar kom fram að gert sé ráð fyrir
að 45 manns starfi hjá bankanum
hér og í London í Bretlandi að end-
urskipulagningu lokinni. Áður en
skilanefnd Fjármálaeftirlitsins tók
yfir lyklavöld í bankanum í byrjun
mars störfuðu um 600 manns hjá
bankanum hér, í Bretlandi og víðar
á meginlandi Evrópu. - jab
Fá fimmtung
til baka