Fréttablaðið - 06.06.2009, Síða 18

Fréttablaðið - 06.06.2009, Síða 18
18 6. júní 2009 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Nú þegar fjármálakreppan virðist ekki jafn ógnvænleg (í bili að minnsta kosti) og sér- fræðingar þykjast vera farnir að greina „græna sprota“ end- urreisnarinnar, færist aukinn kraftur í leitina að sökudólgum. Fjármálakreppan færir okkur að því er virðist ótakmörkuð tækifæri til að afhjúpa svik, misgjörðir og spillingu. En það liggur ekki alveg ljóst fyrir hverja og hvað á að afhjúpa. Forystusauðirnir í bankageir- anum voru upphaflega augljós- asti sökudólgurinn. Þeir réðu yfir stofnunum sem rökuðu inn háum fjárhæðum á tilteknu tímabili með bjagaðri verð- lagningu á áhættu og reyndu að sækja sér stuðning almennings á þeim forsendum að þeir væru of stórir til að falla. Þeir virt- ust hrokafullir og oflaunaðir og auðvelt að gera grýlu úr þeim. En hvað um pólitíska svið- ið? Hvers vegna var ekki meira taumhald og betra eftirlit með bönkunum? Stjórnmálamenn voru ekki „keyptir“ í einföldum skilningi þess orðs; þeir frek- ar sannfærðu sjálfa sig um að nýstárlegir fjármálagjörning- ar væru vísir að almennri hag- sæld, skaffaði fleirum þak yfir höfuðið og auðvitað þeim sjálf- um auknu fylgi í kosningum. Hið reglulega bakslag Næstum allstaðar eiga stjórn- völd erfitt uppdráttar og stjórn- málamenn undir högg að sækja. Ríkisstjórnir hafa riðað til falls í Tékklandi, Ungverjalandi, á Íslandi og Írlandi. Uppþot og verkföll hafa lamað Taíland, Frakkland og Grikkland. Ríkis- stjórnin í Kúveit setti þingið af. Bretland nötrar útaf hneykslis- málum, sem eiga sér ekki sinn líka frá því á 19. öld. Gagnásakanir í kjölfar efna- hagshruns eiga sér langa sögu og endurtaka sig með reglu- legu millibili. Mikill uppgangur í verðbréfaviðskiptum snemma á 8. áratug 19. aldar endaði með hruni árið 1873 og nornaveiðum á þeim sem báru ábyrgð. Árið 1907 var J.P. Morgan í fyrstu álitinn bjargvættur markað- arins en í næstu andrá óvinur almannahagsmuna. Á 4. áratug 20. aldar var skuldinni skellt á bankamenn og fjármálaráð- herra. En það sem eftir lifði af 20. öldinni virtist sem hið reglu- lega bakslag í efnahagslífið væri á bak og burt. Síður ástæða til að forðast mistök Nú til dags eru ásakanir ekki bundnar við stjórnmála- og fjármálasviðið. Gagnrýnend- ur reyna líka að koma auga á hugmyndir og hagsmuni sem stuðluðu að hinum efnahags- legu óförum. Að þessu leyti er kreppan sem nú gengur yfir ólík forverum sínum; nú virðist sem hin fjárhagslega nýjungagirni hafi verið keyrð áfram af hug- myndafræðilegum og tæknileg- um nýjungum. Þar sem um fjármálakreppu er að ræða beina flestir í leit að hugmyndafræðilegum rótum hennar sjónum sínum að hag- fræðingum, sem virðast, með nokkrum undantekningum, sér- lega rúnir trausti. Endalaust er vitnað í orð sem Robert Lucas, höfundur kenningarinnar um hagsýnisvæntingar, á að hafa látið falla árið 2003 í forsetaá- varpi sínu á fundi Bandaríska hagfræðifélagsins (American Economy Association), á þá leið að fundist hefði hagnýt lausn á grundvallarvandanum við að fyrirbyggja fjármálakreppur. Það liggur líka ljóst fyrir að akademískir hagfræðing- ar höfðu áhrif á stefnumörk- un. Larry Summers, núverandi forstöðumaður efnahagsráðs Obama Bandaríkjaforseta, komst að þeirri niðurstöðu þegar hann var ungur hagfræðing- ur að „áföll á sviði fjármála og peningastefnu hafa minni áhrif á upptök kreppu en við gerð- um ráð fyrir“. Ef hagkerfið var pottþétt og til voru margir góðir kostir til að takast á við kreppu og samdrátt, var síður ástæða til að forðast mistök. Það var alltaf hægt að laga hlutina eftir á. Áhrif póstmódernismans Fulltrúar annarra fræðigreina hafa glott drýldnislega yfir opinberri niðurlægingu kollega sinna í hagfræði. Fræðigreinar sem styðjast ekki við stærðfræði virðast hafa náð fram hefndum, þar sem ógöngurnar sem trölla- trú á flókin táknkerfi og torræð- ar formúlur hefur leitt hagkerfið í koma sífellt betur í ljós. Það er hins vegar svo að straumar og stefnur í öðrum fræðigreinum, sem og út í sam- félaginu, að minnsta kosti stuðl- uðu að fáránlegri áhættusækni, ásamt vilja til að búa til og með- taka virðismat á fjármálagjörn- ingum, sem voru svo flóknir að ekki nokkur leið var að skilja þá. Hið almenna samfélagsástand er stundum kennt við póstmód- ernisma, sem felur í sér að rök- hyggju er skipt út fyrir innsæi, tilfinningu og vísanir. En sjálfur póstmódernisminn er sprottinn upp úr tækni sem hann á í margræðu sambandi við. Ólíkt gangvirkinu í gömlu gufuvélunum og fyrstu bílunum sem var auðvelt að skilja, eru nútímabílar og flugvélar orðin svo flókin að þeir sem stýra þeim hafa ekki hugmynd um hvernig tæknin sem knýr tækin áfram virkar. Internetið hefur búið til veröld þar sem skýr rök- hugsun hefur vikið fyrir hlið- skipun áberandi mynda. Póstmódernisminn stígur burt frá rökrænni menningu þess tíma sem kenndur var við „mód- ernisma“. Margir koma auga á sífellt fleiri hliðstæður við lífið á miðöldum, þar sem fólk hrærð- ist í atburðum og ferlum sem það skildi ekki. Fyrir vikið fékk það á tilfinninguna að það lifði í veröld þar sem púkar og yfir- náttúrlegar verur byggju líka. Hruninn heimur Hið nýlega tímabil alþjóða- fjármála (kannski heyrir það fortíðinni til?) var ólíkt fjár- málabylgjunni fyrir einni öld. Menningarlegar birtingarmynd- ir þess virkuðu líka frumleg- ar; gáskafullar, tilvísanahlaðn- ar og á jaðrinum – í einu orði sagt: póstmódernískar. Á þessu tímabili var ekki litið á hefðir og fortíðina sem fjötra, held- ur sem uppsprettu írónískra vísana. Á hápunkti tímabilsins sönkuðu margir stórlaxar að sér rándýrri abstrakt list. Póstmód- ernísk vanræksla eða andúð í garð raunveruleikans bjó til þá tilfinningu að heimurinn væri síbreytilegur og sveigjanlegur, jafnvel álíka skammgóður og merkingarsnauður og verðmæti hlutabréfa. Til varð bandalag fjármála- sérfræðinga, sem töldu sig vera að selja nýjar hugmynd- ir, pólitískrar elítu sem studdi lágmarksregluverk, og menn- ingarástands sem aðhylltist til- raunamennsku og hafnaði hefð- bundnum gildum. Niðurstaðan varð sú að öll gildi – þar á meðal í fjármálaheiminum – voru álit- in handahófskennd og í rauninni fáránleg. Það kemur ekki á óvart að þegar skilningsleysi hættir að leiða af sér hagsæld, en fer þess í stað að valda efnahagshruni og upplausn, breytist það í reiði. Leitin að sökudólgnum minn- ir sífellt meir á nornaveiðarnar seint á miðöldum: þetta er leið til að láta sundurlausa og fjand- samlega veröld koma heim og saman. Harold James er prófessor í sagnfræði og alþjóðamálum við Princeton-háskóla. ©Project Syndicate. (Millifyrirsagnir eru Fréttablaðsins.) Leitin að sökudólgnum Til varð bandalag fjármála- sérfræðinga, sem töldu sig vera að selja nýjar hugmyndir, pólitískrar elítu sem studdi lágmarks regluverk, og menn- ingarástands sem aðhylltist tilraunamennsku og hafnaði hefðbundnum gildum. HAROLD JAMES Í DAG |Heimur í upplausn H ik er á mönnum og margir hrylla sig yfir niður- skurði sem væntanlegur er. Nú kann einhverjum að þykja það vorkunnarefni að í fjárlagagerðinni verði menn allt í einu aumir þegar þarf að draga saman í ríkisútgjöldum, en þeim sem hafa stór- an hlut úr starfsævi sinni staðið í einkarekstri og mátt haga rekstri eftir tekjum og því hvernig áraði finnst ekki mikið til þessa vandræðagangs koma. Sannleikurinn er sá að ríkið hefur þanist hér út meira en nokkur skynsemi var í á tímum liðinna ríkisstjórna þar sem Sjálfstæðisflokkurinn var við forystu. Einar Oddur Kristjánsson heitinn varaði við því ár eftir ár á Alþingi að skattgleði og útþenslustefna í ríkisfjármálum myndi á endanum koma okkur í koll. Því er afar fróðlegt að heyra forystumenn stóru stjórnarandstöðuflokkanna, Bjarna Bene- diktsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, tala digurbarkalega um úrræðaleysi stjórnarinnar: hvar eru þeirra tillögur um nið- urskurð í fjármálum ríkisins, rekstri og framkvæmdum? Hvar er sá uppbyggilegi og málefnalegi niðurskurðarpakki sem þeir hafa látið vinna í því örþrifaástandi sem nú er um rekstur ríkis- ins? Varla ætla þeir að sitja þá brosandi út í annað yfir óförum stjórnarliða í erfiðu verkefni. Hinum er ekki vorkunn: nú verða menn að líta af skynsemi, sanngirni og gagnrýni á það yfirgripsmikla sporslukerfi sem hér hefur dafnað. Leggja niður stofnanir, sameina, draga úr umsvifum með forgangsröðun og endurskipulagningu. Það verður erfitt því hagsmunagæsla fyrir héruð og bæi er inn- gróin meinsemd í pólitískri valdauppbyggingu í landinu. Þar hugsar hver um sitt: hin augljósa endurskipulagning háskóla mætir strax mjálmi bæjarstjórnar Akureyrar. Styttingu skóla- árs mótmæla kennarar þótt hvert foreldri á skólaskyldualdri viti af raun að lengingin bætti engu við námið, aðeins við laun kennara. Og eins verður að líta til stofnana ríkisins: þar hefur verið byggt upp starfsmannahald sem lýtur ekki hagkvæmniskröfum, valdastrúktúr sem byggir á launauppbótum með titlagjöfum. Forstjórar ríkisins eiga að fá það verkefni að stramma rekstur sinn af, styrkja afköst og skilvirkni sem er ekki nægjanleg eins og hver maður þekkir sem hefur sent ríkisstofnun bréf. Úr hægum setum verða yfirmenn að víkja sem standast ekki þolraunina. Það er veruleikinn fyrir okkur hin, og sá tvískinn- ungur sem tekist hefur að innræta þjóðinni um veika stöðu opinberra starfsmanna í starfskjörum verður að heyra sögunni til. Þingmenn buðu sig fram til starfa við niðurskurð og hafa haft til undirbúnings nokkrar vikur. Umþóttunartími þeirra hefur verið nægur, rétt eins þeirra sem sitja í ráðuneytum og stofn- unum. Nú viljum við fara að sjá markvissan árangur þeirrar vinnu sem þetta fólk var ráðið til. Ekki bara hugmyndir og tillögur um bættar tekjur sem falla á okkur sem gjöld, heldur tillögur um niðurskurð í kostnaði á rekstri hins ofþanda ríkis Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Svo skal brýna að bíti. Niðurskurðartími PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR Eltir upp á Arnarhól Vinnumálastofnun segir frá því að tveir menn sem voru við vinnu á Hverfisgötu hefðu lagt á flótta þegar menn frá Vinnueftirlitinu komu þar að. Fór mennirnir upp á Arnarhól. Það kom svo upp úr dúrnum að þeir voru á atvinnuleysisbótum en svo lítur út sem þeir hafi verið að drýgja þær nokkuð með auka- vinnunni. Ekki fylgdi sögunni hvort þeir hafi verið syngjandi á Arnarhóli: „Við erum í góðum málum, tralalalala.“ Skemmtistaður- inn Alþingi Mörður Árnason fjallar á bloggi sínu um æsinginn í þinghúsinu í gær, og segir stjórnarandstöðuna hafa lokast inni í stemningu sem stundum komi upp í þinghúsinu - og minni á hávað- ann á börum borgarinnar á kvöldin. Skemmtistaðurinn Alþingi er líklega ekki eitthvað sem kemur upp í huga margra annarra við tilhugsunina um þingið. Icesave-karp við Hollendinga Það er hægt að taka margt inn í myndina þegar Icesave- málið verður gert upp. Englending- ar hafa leikið okkur grátt og nú er sendinefnd þaðan og frá Hollandi að karpa við okkar fólk um lendingu í þessu máli. Mikilvægt er talið fyrir okkur Íslendinga að taka inn í mynd- ina áhrif af hryðjuverkalögunum sem Bretar beittu okkur og ættum við að fá afslátt af þeim sökum. Svo er að bíða og sjá hvernig landsleikur okkar gegn Hollendingum endar í dag. Ef þeir fara illa með okkur má kannski fá smá afslátt út á það. jse@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.