Fréttablaðið - 06.06.2009, Page 32

Fréttablaðið - 06.06.2009, Page 32
32 6. júní 2009 LAUGARDAGUR Klassískar baðfatabombur Bikiníið, eins og við þekkjum það, var fyrst kynnt almenningi árið 1946 en það er uppfinning Frakkanna Louis Réard og Jacques Hein. Það er nefnt eftir eyjunni Bikini Atoll, en þar voru stundaðar tilraunir með kjarnorkuvopn. Bikiníið átti að valda álíka usla og spennu og kjarnorkutilraunirnar. Júlía Margrét Alexandersdóttir hitti fyrir bikiníbombur af gamla skólanum. Atriði lífsins Það hefur enginn þótt ná því að koma tánum þar sem svissneska leikkonan Ursula Andress hefur hælana í bikiníheimi Bond-myndanna. Halle Berry reyndi og komst ansi nálægt því að margra mati en það getur aðeins verið eitt Andress-bikiní. Í Dr. No, frá 1962, birtist hún í hvítu bikiníi en Berry fékk eins útgáfu, nema appelsínugula, í myndinni Die Another Day. Ursula sjálf hefur sagt að hún eigi feril sinn bikiníinu að þakka. Sundbolurinn hjó á bikinívinsældirnar Það er ekki hægt að sleppa því að minn- ast á hinn ógurlega gyllta sundbol sem Bo Derek klæddist árið 1979 í myndinni 10. Fólki þótti það ekki hafa séð neitt jafn töff, fléttað og gyllt lengi og bikiníið átti um tíma í vök að verjast. Ekki alveg tilbúin til að taka þetta alla leið Leikkonan Ava Gardner sat fyrir árið 1943 í toppi en bikiníbuxurnar voru enn þá hálfgert pils. Enn voru tíu ár í að bikiníbuxurnar litu dagsins ljós. Bikiníatriðið í kvik- myndinni One Million Years B.C. hefur oftar en einu sinni verið valið kyn- þokkafyllsta atriði kvik- myndasögunnar en þar kynnir Raquel Welch okkur fyrir eins konar steinaldar- útgáfu af bikiníi. Myndin er frá árinu 1966 og bik- iníið setti svip sinn á baðfatatískuna næstu árin. Raquel Welch varð í kjölfarið helsta kyntákn 7. áratugar- ins. Britta hjálpaði til Brigitte Bardot kom þessu öllu af stað, og að sjálfsögðu voru það Evrópubúar sem voru fljótari að taka við sér en Ameríkaninn í þeim efnum en vestanhafs tók það nokkur ár í viðbót að samþykkja þennan klæðaburð. Árið 1953 baðaði Bardot sig í athyglinni á Cannes-kvik- myndahátíðinni og hneykslaði heiminn með því að sýna sig í doppóttu bikiníi. Hún var síðar mynduð í alls kyns bikiníum en þetta er líklega það frægasta. Ekki alveg nýtt af nálinni Þótt heimurinn hafi ekki þekkt bikiníið í nokkur þúsund ár er hægt að fara aftur til ársins 1400 fyrir Krist og skoða gamlar grískar myndir sem sýna konur klæðast einhvers konar bikiníi. Það voru íþróttaföt þess tíma. Tvískipt sundföt fyrir konur fóru að birtast í kringum 1943 en voru þó ekki orðin að eiginlegu bikiníi. Í kvikmyndinni Gold Digger frá 1933 var kynntur til sögunnar undanfari bikinísins, þótt myndin hafi ekki haft þau áhrif að inn- leiða nýja tísku.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.